Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 63
ALt>L\G OG AlÞlNGISMAL.
63
stendur til bóta. Á fyrstu alþíngunum 1845 og 1847
komu ab tiltölu einna flestar bænarskrár til þíngs um
breytíngar á ymsum atribum í framk’væmdarstjórn andlegu
stéttarinnar, helzt um stjórn á kirknagózunum, en biskup-
inn, sem nú er, vildi helzt fresta málum þessuro,, þartil
hann væri reglulega seztur fyrir í sæti sitt, og margir
þíngmenn munu hafa látib ab þeim orbum, og þótt þafe
sanngjarnlegt, ab biskupinn fengi næbi til ab hugsa fyrir
málefnum þessum. þab lítur svoút, sem biskupinum og
hinum helztu forgaungumönnum andlegu stéttarinnar hafi
ekki þótt alþíng réttvel fallib til ab leggja þar undir mái
sín, jafnvel ekki þau, sem snertu þetta tímanlega. Eptir
því sem byrjab var frá tíb Steingríms biskups, þá hefbum
vér átt ab geta vænt þess, ab biskupinn hefbi annabhvort
búib til frumvörp um ýmisleg atribi hinnar ytri kirkju-
stjórnar, svosem um byggíngu staba og úttektir, um bygg-
íngar og stjórn á kirknagózum, um reiknínga kirkna og
viburhald, um prestasjóbi, um prestaekkjur og uppgjafa-
presta o. s. frv., og lagt þetta fyrir alþíng, eba fengib
stjórnina til þess. En þab lítur svo út, sem biskup vor
hafi hlýdt á ráb þeirra, sem hafa viljab eiga sem minnst
undir alþíngi, og til ab komast hjá því, þá hefir hann
valib annan veg, sem var ab vísu klóklega valinn í sjálfu
sér, en átti, ef til vill, ekki vib tímann sem nú er og hugs-
unarhátt manna. Vér vitum, ab til er prestaþíng, eba
prestastefna, sem heitir synodus, sem hefir verib karlkennt
ábur, en nú er stundum kvennkennt. Synodus var haldinn
í katólskri öld þegar biskupum sýndist, en eptir siba-
skiptin, þegar oddurinn, sem brotnabiaf veldissprotabiskup-
anna, var settur á staf höfubsmannanna, rénabi vald
þessara þínga töluvert. En prestarnir kunnu illa vib, og
þóttust nú hnepptir undir annarlega stjórn, því þeir mundu