Ný félagsrit - 01.01.1858, Blaðsíða 152
152
BRBF FRA ROMABORG.
Corso eru eptir mifejan dag á hverjum degi hestavefihlaup,
þau er strætih hefir tekiS nafn af; 811 hús þar í kríng
eru skrýdd ab utan á yinsa vegu, og í öllum gluggúm
og á loptsvölum sitja menn og konur, horfa á þá er aka
eptir götunni, og hafa sér til skemtunar aö kasta ofan á
þá ýmist blúmkerfum efea confetti (þ. e. nokkurskonar
smáknettir úr mjöli), sem gjöra þá alhvíta er fyrir veröa,
svo flestir eru þá dagana hvítklæddir, og margir mefe
grímum fyrir andliti og í allrahanda skrýtilegum búníngum;
þetta gengur á hverjum degi í götunni Corso, frá því
nokkru eptir hádegi og þángaötil um súlarlag, þá taka
leikhúsin vif) mönnum. — Seinasta kvöldib er þaö sibur,
ah allir menn, er aka í götunni eÖa gánga, einnig þeir
sem í gluggunuin sitja, hafa vaxkerti og kveikja á því
eptir súlarlag; þá er aö sjá um alla götuna, og í glugg-
unum á öllum húsum, einsog úteljandi grúa af smástjörnum,
því þar dimmir miklu skjútar en áNorfmrlöndum; hafa menn
þá þann leik, ab reyna ah slökkva ljúsin hver fyrir ö&rum,
heyrist þá alla vega hlátur og úlæti, er sumir stökkva
upp í glugga ef)a vagna, og drepa Ijúsin þar fyrir kvenn-
fúlkinu; en þú Italir sé skaphrábir, og ekki sízt þegar
konur eiga í hlut, þá verbur sjaldan sem aldrei áflog eba
barsmíbir úr þeim leik; í stærri borgum á Norburlöndum
mundu vandræbi verba úr því, ef allri stjúrn væri sleppt
af skrílnum um stund, einsog er í Rúmaborg um karne-
vals-dagana, en bútin er, ab Italir eru engir drykkjumenn,
sem títt er á Norburlöndum.
Ábur en eg skilst vib Rúmaborg verb eg ab geta
þess, ab þar hefir farib fyrir mér líkt og flestum ferba-
mönnum, ab hún þykir því merkilegri sem menn kynnast
henni betur, og menn sjá alltaf eitthvab nýtt og fágætt, sem
mörg ár þarf til ab skoba og skilja til hlítar. -— Margar