Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 48
48
ir sér hvað einn, sem |u'i þarft til ferðarinnar. Jað
er von f)ú hugsaðir margt, ef þú værir hræddur um,
að einhverjir skytu sér burt úr félagi því, er reyna
vill til að glæða þjóðarandann, að því leyti er það
á kost á, með því að láta þig vera á ferðinni, því
ef félag það sundrast, er ei annað sýnna, en þú
standir umkomulaus uppi og veslist svo upp. En
ekki þarftu að búast við því að verða eilífur, Gest-
ur minn, einhvern tíma kemur að skapadægri þínu,
eins og annara; þess vegna er þér bezt að kasta
því ekki utan á þig, þó þér kynni að þykja eitt-
hvað óvænlega áhorfast, því einhverjir verða til að
leggja þér lið, meðan ekki eru uppi dagarnir, þó að
einhverjir húsbænda þinna kynnu að skjótast und-
an að eiga þátt í för þinni, og held eg þó, að ei þurfi
við slíku ráð að gjöra. Eða hvers vegna kom þér
til hugar að efa það?
G. 5>að er hvortveggja, að þeir sem minni
háttar eru, vita ekki alt, sem fram fer milli yfirboð-
aranna, og líka hefi eg heyrt það ætíð talinn góðan
kost á hverju hjúi, að hafa sem minnst orð á því,
sem fram fer heim undan; en það má eg þó segja
þér, að eg tók eptir því, hvernig sumum félögunum
brá, þegar þeir heyrðu þá félaga, sem bjuggu mig
til ferðar í fyrra, vera að tala um sín á milli, að
fyrst eg á annað borð væri látinn fara, yrði að búa
mig svo laglega sem faung væru á, það mætti ekki
fara að því, þó einhverjum kynni að þykja það mið-
ur, þó þeir breyttu sniði á einu og öðru, sem eg
ætti í að fara; því þegar margir sendu mér íveru-
fötin, þá yrði eg eingu sélegri, væri eg látinn fara
í þau, eins og þau kæmu fyrir, lieldur en sá mað-
ur, sem væri í mórauðum lángsokkum, himinbláum
lángbuxum, brjóstadúk með nýasta sniði, og treyu
með uppslögum og standkraga, en lambhúshettu á