Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 86
86
leyiiir hún sér stundum í stöllum vift sjóinn, stund-
um leitar hún hælis í urðum, og er j)á ei auðfund-
in, einkum hafi menn ekki komið á hana auga áð-
ur. Svo getur staðið á, að íleiri séu eyar samfast-
ar, og rif á milli, er þá leituð sú eyan fyrst, er að
meginlöndunum veit, síðan er sett áreiðanlegt fyrir-
sátur á rifið, og er þá varaminna að þætta saman
tvær kópanætur (f>vi að í gegnum einfalda nót geta
þær auðveldlega smogið), og halda þeim útþöndum
og niðurkljáðum milli sín; komi nú tóan að, undan
eltíngum hunda og manna, ríður á snarræði til að
fleygja nótunum ofan yfir hana, áður en hún stökk-
ur á burt; á því ríður líka, að þeir, sem yzt standa
í fyrirsátrum þessum, standi í sjónum, svo að tóan
verði að stökkva á sund, vilji hún lijá þeim komast,
mun hún þá nást á sundi, og eru þess ílest dæm-
in, sé þess vandlega gætt, að hafa bátana ávalt við
höndina, þar sem hentugast er. Að öðru leyti er
tóan elt, þegar búið er að finna hana, þángað til að
hundar hlaupa á hana, eða hún smýgur í einhverja
holuna, eða stökkur á sund, og varðar miklu, að
hafa einhvern velskygnan mann á hæð, er hafi auga-
stað á, hvað af henni verður. Eg liefi orðið næsta
fjölorður um þessa dráps aðferð, og er það af því,
að hér í eyum hefur hún reynzt hin óbrigðulasta, og
hvað sem um annað er þá er rekstrar aðferð sú, er
eg hefi tilgreint, hin áreiðanlegasta til að finna refinn,
og koma honum á það svið, er menn vildu helzt, og er
þá mikið unnið, einkum ef góð skytta væri þá við
höndina, til að bana honum, án frekari fyrirhafnar.
Næst refnum er örnin hinn skæðasti óvinur
æðarvarpsins, er því næsta áríðandi:
4. Að verja œöarvarp fyrir örnum.
Ornunum má skipta í tvo flokka, að því leyti
er æðarvarpuin viðvíkur. Sumarþeirra eru hreiður-