Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 9
9
ær setíft réttvel til mjólkur, sem gánga mjög feitar
undan; bezt er að þær séu vel heyaðar aö vetrin-
um, í meðalholdum og merggóðar; hinar spikfeitu
ær hahla sér lakar að beit, mjólka að sönnu vel
um sauðburð og stekkjartima, en miklu miður eptir
fráfæru og |>á sumri hallar. er þegar farinn að
verða ærinn hnekkir að tjóni þvi á sauöfénaði, sem
bráðasótt og á stundum niðurgángssýki olla. Nokkr-
ir segja að bráðasóttin sé miklu sjaklgæfari á því
fé, sem hýst er að nóttunni framan af vetri, eink-
um þá miklir kuldar gánga og hélur, mun þó þetta
vart einhlítt ráð við sýki þessaril.
Sú er önnur bót á búnaðarliáttum Vestfirðínga, að
margir eru þegar teknir að vanda betur kúakyn sitt
en áður; liafa færri kýr á búi, en gjöra þeim öllum
vel að vetrinum, og taka þær allar aö haustinu vel,
jafnvel þó þær séu síðbærar eða kálllausar; þá mjólka
kýr betur að sumrinu og verða miklum mun drop-
samari. J;,ð hefir og vel gefizt, að taka hesta á
hús, áður en þeir hrakast mjög, lifa þeir þá heldur
við lakara fóður, og verða lífaöri, sællegri og út-
lialdsbetri aö sumrinu. Jessari meðferð á búsrnal-
*) Tvær prenlaöar skýrslur hafa borizt uin Iandið, er geta
fjársýkinnar, og er sú fyrri, frá Víliorg, kennara við dýralækn-
íngaskólann í Kaupmannahöfn, dags. 27. Marz-mán. 1844, mn
sýki þá á sauðfé, er almennast nefnist „bráðasótt“; hin siðari
frá A. Petersen dýralækni, dags. 21. Sept. 1840, getur „lúngna-
sýkinnar11. J>ar eð eg ætla, að bréf þessi muni vera í margra
hönduni, vil eg ekki leingja mál mitt ineð að þylja þau upp,
en ráð mitt er það, að þeir, sein ekki hafa önnur betri ráð við
að styðjast, telji ekki á sig að reyna ráð þau, sem í skýrsl-
uin þessum eru lögð við kvillum þessum, og væri vel, að þeir,
sein það gjörðu, létu almenníng vita, hversu ráð þessi gefast,
eða hvað he/.It annað, setn menn verða varir við að verja inegj
fjársýki þessari.