Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 65
hennar ekki mjög beiskur, en hún sé sem lausust
og vel sendin.
3. Garðstœði.
Garöstæði skal, ef kostur er á, velja í halllendi,
sem snýr móti sólu, og sem þurrast, undan hafvind-
um, einkuin útnyr&ingum, norðanveðrum og land-
nyrðíngum. Ef menn vilja spara tún sitt og töðu-
fa!l, má alt eins, og eingu síður, velja garðstæði
utan túns, og má vera, að þar fáist miklu hagkvæm-
ara garðstæði, en í grónu túni, og að í þurri jörð utan
túns vaxi betur, en í góðuin töðuvelli, einkum ef
túnið er láglent og mýrlent.
4. Eplagarðs - stœrð.
Jarðeplagarða ættu menn heldur að byggja sem
stærsta og fáa, en litla og marga, því bæði verður
innanmálið drjúgara og fyrirhöfnin minni, og er þá
betra, ef garðurinn er svo stór, að menn hafa eitök
á að nota hann allan á einu ári, að yrkja hann ei
nema hálfan, hvíla svo hinn hlutann, sem ræktaður
var árið fyrir, eða sá í hann káli, og þannig árlega
á víksl; verður þá ávöxturinn vissari og meiri. Nú
gjöri eg svo ráð fyrir, að sá sem byggir jarðepla-
garð, ef hann hefir á annað borð nokkrum á að skipa,
láti hann ei veröa minni, en 10 faðma á hvern veg
af fjórum, og verður sá garður 100 ferhyrndir faðm-
ar að innanrúmi. Eins stór verður sá garður, sem
er 8 faðma breiður, 12J faðmur á leingd, og sama
stærð verður á þeirn garði, sem væri þríhyrndur, og
á alla þrjá vegu 18 faðmar, en þverlínan úr hverju
horni í miðjan vegg á móti 11 faðmar; sömuleiðis
verður jafnstór sá garður, sem bygður er krínglótt-
ur, þegar hann er allt i kríng 40 faðmar. Og er það
ætlan mín, að í garð, sem svona er stór, nægi til