Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 67
67
og nokkrir hafa sett þau í hiaðvarpa, hauga og ýms
ílög, liíngað og þángaö um landareign sína, oghefir
mig furöað á, hve vel það hefir gefizt, og bæði sprott-
ið vel hjá mörgum, og varizt átroðníngi af skepn-
um. er' að sönnu gott til bráða-birgða, og
með {)essu geta menn víða reynt jarðlagið, en ekki
er undir {)ví að eiga til leingdar, því bæði vantar
skjólið, þegar girðíngin er eingin, og hætt er við,
að bæði nautpeníngur og sauðfé gjöri sig heima-
kornið í reitum þessum.1
6. TJm það, hvernir/ garð shalpœla og uppstínga.
Strax um sumarmál, eða þegar moldin í garðin-
in er orðin svo þíð, að 4 þumlúngum svari á dýpt,
á að pæla hann upp, og halda því áfram, þannig,
að senr fljótast þiðni klaki úrjarðveg’ hans, því þess
eru allmörg dæmi, að klaki er í jörð, þar sem ekk-
ert er við hrært, á stundum fram á miðsumar. Ættu
menn að kosta kapps unf, að mold öll yrði þíð í
garðinum, þegar mánuður er af sumri, og má það
hæglega verða í bærilegu árferði, geta menn þá sett
jarðeplin í 5. viku sumars; er það nægur gróðrar-
tími fyrir þau, ef þau hafa fyrir sér 4 mánuði að
spretta; en samt verður ætíð að haga jarðleggíng
þeirra, alt eptir því sem vorar, og geta menn ver-
ið vongóðir, að jarðepli vaxi, þó ei séu fyrri jarð-
lögð, en um og eptir fardaga, sé jarðvegurinn hent-
ugur. Ekki ætti grynnra að jiæla, en svaraði hálfri
alin, og betur mun reynast, nái moldin, sem upp er
pæld, að verða, með áburðinum, alt að þrem kvart-
ilum á dýpt. Moldin á að vera vel mulin og barin,
og úr henni tíndir allir steinar, sem stærri eru, en
venjulegur fjörusandur.
1) Árin. 3. árg. bls. 104 —105.