Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 51
51
III*
111*8'j ör ðabálkur.
1. MEÐFERÐ FIÐURS or. VÖNDUN þESS.
Oll von er á, þótt menn gjöri það að einhverju enu
helzta ræðuefni í litum sínum að hvetja oss Islend-
ínga til að vanda vörur vorar fremur en alment við-
geingst, og leggja á ráð þeim til umbótar; því svo
er að sjá, sem ílestarþjóðirvandi betur vörur sínar, en
vér, því annars væri sölueyrir vor eklti verðminnst-
ur allra og óútgeingilegastur í öörum löndum; en
svona er þó komið fyrir lionum, og það ekki ein-
úngis fyrir tóvinnunni, heldur og líka ullinrii, tólg-
inni, lýsinu, fiskinum og dúninum, og horfist óvæn-
lega á fyrir verzlun vorri, nema skjót bót verði á
ráðin, og menn leggi alla stund á að verða ekki að
öllu leyti eptirbátar annara þjóðaí varníngs vöndun,
og gæti vandlega reglna þeirra, er að því lúta og
þegar finnast víða skráöar í hinum nýrri ritgjörðum
landsmanna vorra. En einn sölueyririnn er þegar
eins og fallinn í gleymzku og dá, því ekki finnst
hans getið í ritum þessum, enda mun mest til af
honum „á enu (svo nefnda) ókunna landinu,“ og þá
er nú, ef til vill, ekki kyn, þó hann hafi orðið út
undan. jiað er þá bezt, að Gestur fari fáum orð-
uni um sölueyri þenna, en það er fiðrið.
4*