Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 71
71
með stokk eða ílát, sem í er gamalt tað jrnrt og mal-
ið, blandað lítið eitt með vel þurri moldu eða smá-
uin agisandi, og lætur með hendinni úr ílátinu svo
sem þumlúngs þykt í rennuna undir kynmóðurina,
er hann leggur þar ofan á (en kynmseðurnar her
hann i kjöltu sinni), lætur hann vera hálft annað
kvartil á milli hverrar kynmóður; svo geingur þriðji
maðurinn á eptir, og dreifir moldu úr bryggjubrún-
inni á móti vaðnum yfir kynmæðurnar, svojafnslett
verði yfir, og á þá að vera þrír þumlúngar moldar
lauslega yfir hverri kynmóður. Sumir hafa sett kyn-
mæðurnar dýpra í jörðina, en það seinkar of mjög
uppkomu eplagrassins, og er betra, ef frost viil til,
eptir að jarðlagt er, að tina það alt, er maður get-
ur, til að breiða ofan yfir gerðislandið að nóttunni.
Jiegar búið er með fyrstu rennuna, er snúran sett í
annað sinn þrem kvartiluin utar frá rennunni, og er
þá farið eins að, og síðan með sama hætti yfir all-
an garðinn. Umvarðandi er, að velja hlýan og þur-
ari dag að jarðleggja kynmæðurnar, og varast að
gjöra það í votviðri. Fljótlegast er, að 3 menn gángi
að verki þessu, því þó að 1 eða 2 menn geti kom-
ið því af, stendur það þó leingur yfir.
10. Hreykíngin.
Jiað veltur á 10 til 24 daga, frá því epla-
garður er alsettur, og til þess jarðeplagrasið keinur
upp; á þá vandiega að hreinsa arfa allan frá enu
únga eplagrasi, og strax sem það er orðið kvartils-
hátt, en það er að hálfsmánaðarfresti frá uppkomu
þess, á hregkíng eður aösópmi að byrja, og skal
þannig ætið gjört að hverjum hálfsmánaðar fresti, alt
frarn undir lok hundadaga. Er það bæði, að þetta
eflir gróðurinn, og arfinn missir við það viðnárn í
garðinum, er ávalt tímgast þar nokkuð, þó það sé