Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 2

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 2
2 viðurhalds liinu andlega liíi þjóðanna og fæðan hinu líkamlega lifi mannsins. Hinar yngri sögur þjóðanna sýna það og Ijóslega, að þvf fieiri dagblöð og tímarit hver þjóð á, því meiri fram- íör er hjá henni í andlegu og líkamlegu tilliti; því meiri og almennari áhuga hefir hún á málum sínum; því frjálslyndari er hún, og því kröptugra cr samheldi henn- ar, eindrægni og fjelagsskapur. Hjá oss eru að vísu nú sem stcndur við líði 5 tímarit, það cr: 3 hálfsmánaöar eða viku blöð gefin út í landinu sjálfu, og 2 ársrit gefin út af löndum vorum í Kaupmannahöfn. En þótt þjóð vor sje bæði fámenn og fátæk, verður því eigi neitað, að tímarit vor sjeu næsta fá og lítil í samanburði við tímarita stærð og mergð annara þjóða, og það þótt til greina sjc tekinn mismun- ur sá sem er á fólksfjölda og auðlegð þeirra og vorri. Eigi að síður mun mega fullyrða , að þjóð vor standi cigi á baki annara þjóða, hvað snertir lestraríýsi og menntunargirni, og fá mun sú þjóð, að auðugri sje enn vjer af gáfuðum og upplýstum alþýðumönnum. Oss er það ljóst, að fæð og rúmleysi blaða vorra ollir því, að eigi geta komið fyrir almennings sjónir ýmsar góðar ritgjörðir, er almenn mál varða, sem og íræðigreinir, smásögur og Jagleg kvæði. IJr þessu vild- um vjer reyna til að bæta nokkuð; og er það sjer í lagi það, er hefir knúð oss til að ráðast í að gefa út rit þetta. Að styðja að heill og framför þjóðarinnar hlýtur að vera stefna og tilgangur hvers góðs tímarits; fyrir því ætlum vjer að umtalsefni þeirra eigi að vera allt, sem til g a g n s horfir, fræðirogskemmtir, og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.