Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 15
15
íslandi og Danir liafa þegar fengið, en láta íslands mál
sjer öviðkomandi að öðru leyti.
Ritað 8. jantiar 1870.
P.
STUTT YFIRLIT YFIR IIARDÆRI OG MANNDAUÐA
Á ÍSLANDI FRÁ BYGGINGU l>ESS.
Það heíir verið talið fslandi til gildis, að innbúar
þess væru eigi skyldir til herþjónustu eins og flest önn-
ur lönd; þetta er satt, að það er einkar ágætur kostur
við hvert það Jand, sem keinst hjá að taka þátt í stríð-
um, sem er hin mesta plága fyrir Jand og lýð ; en þá
vjer lítum yfir liðinn tíma, þá hefir land vort, frekar en
önnnr lönd, verið þjáð af öðrum plágum, sem enn þá
meir hafa eyðilagt það enn stríð, svo sem: eldgosum, mann-
skæðum drepsóttum, verzlunarþröng,vetrarharðindum og haf-
ís; allt þetta hefir ollað hinnar mestu eyðileggingar fyrir land
vort. Eldgosin, vetrarharðindin og hafísinn hafa dregið
úr frjóvsemi landsins og opt eytt kvikfjc manna og hindr-
að verzlun vora, — en allir vita nú hvað þungbær hún
var á fyrri öldum hjá oss —. Af öllu þessu leiddi svo
megnan bjargarskort, að hungrið hefir lagt meðbræður
vora, svo hundruðum og þúsundum skiptir í gröfma; og
ekki einungis það, að hungrið hafi lagt þá í gröfina, held-
ur hefir skortur á manneldi, bæði verið orsök til ýmsra
drepandi sjúkdóma, og líka spillt siðferði manna og leitt
þá til þjófnaðar eða á vergang,
fað er eins og næstliðið ár og fyrirfarandi harð-
æri minni menn á, að rifja upp fyrir sjer umliðin harð-
æri, cnda cr það fróðlegt og eptirtekta vert að lfta yfir