Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 14

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 14
14 frá oss. Vjer frcystum þvf og, að vor mildasti konnng- nr, sá eini er vjer í sannleika eignm við um mál þetta, láti eigi bugast af fortölum andstæðinga vorra, heldur neyti rjettar síns, þess er hann óneitanlega hefir, til að fá málinu framgengt þannig, að vjer náum jafnrjetti við aðra ríkishluta hans, samkvæmt heitorði hins hásæla fyrirrennara hans. Heit þetta var gefið af fósum og frjálsum vilja einvalds konungs. Nú verður loforði ein- valds konungsins að verða íramgengt, annars kemur upp það, sem konungdóminum er óverðugt, sem sje, að efna ekki heit sitt; en slíkt er óhugsandi og getur ekki átt sjer stað. Því hlítur konungdómurinn að halda ein- veldinu þar til lof'orði hans er alveg fullnægt; það er, að því leyti ötheimtist til að ryðja úr vegi tálmunum þeim, sem cru til fyrirstöðu því, að heitorð hans verði fylli- lega efnt, að allir ríkishlutar hans verði j a f n t hlut- takandi í frelsisgjöfinni, og að eigi sje af nokkrum hluta ríkisins hallað rjetti annars hluta þess. En þetta heit er alls eigi efnt við oss Íslendínga, fyrri en vjer fáum jafnrjetti við samþegna vora Dani, sem ríkislduti sjer, er ekkert hafi sameiginlegt við þá nema konunginn einn. En svo lítur út, sem ríkisþingið, stjórnin og henn- ar sinnar hafi hvervetna „fingur í“ raáli þessu og setji því þær skorður, er tálma þessum einu rjettu úrslitum þess; og því er eigi annað sýnna, ef málinu á nokk- urn tíma að verða framgengt, enn að vor allramildasíi konungur hljóti að neyta einveldis þess, er han hefir til að ráða því til lykta, samkvæmt vilja og heitorði frelsisgjafans, og bjóða ríkisþinginu að láta af höndum af fje voru það, er útheimtist til jafnrar stjórnarbótar á

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.