Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 27

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 27
27 íleira smávegis, sem allt kostar nokkuð. Allir leituða því að þessu svo ncfnda „perpetuum mobile“, en eng- inn fann, og að lokunum sönnuðu eðlisfræðingarnir með rökum og reikningum, að þess konar vjel ekki gæti átt sjer stað, sízt ef vjelin ekki hefði við aðra f.rapta nátt- úrunnar að styðjast, enn hreifingaraflið (mekanisk Kraft) citt. Menn voru þá ekki komnir svo langt, að inenn gætu ságt, að hið sama yrði ofan á, þótt allir náttúru- kraptarnir væru notaðir. En til þess að skýra þetta nokkuð fyrir oss, skulum vjer stuttlega virða fyrir oss, hvað afl er, og hversu sambandinu milli krapta nátt- úrunnar er varið. Menn mæla afl með því að íiltaka, hversu háttþað geti lypt svo og svo miklum þunga, eða: þungi marg- faldaður með lyptingarhæð er = afl. f’annig þarf jafn mikið afl til að lypta 1 íjórðungi uin 2 fet, eins og til að lypta 2 ljórðungum um 1 fet. Menn hafa iniðað þungan við pund, en hæðina við fet, og því aflið við „pundfet“ svo nefnd; til þess t. a. m. að lypta 100 pundum um 10 fet þarf 1000 „pund/eta“ aíl, það er að skilja 1000 sinnuin mcira afl, enn til þess að lypta 1 pundi um 1 fet. Þetta þarf liver sá að athuga sem búa vill til vjel- ar. Sumstaðar nota menn t. a. m. vatns magn til að reka járn, að sínu leyti eins og vjer notum það til að mala korn. Vatnið er í þessum járnsmiðjutn látið snúa hjóli, en á hjólinu eru klakkar, sem, þegar hjólið snýst, grípa hamarinn, og lypta honum upp snöggvast, en sleppa síðan af honum; og fellur hann þá með öllum þunga sínum niður á járnið, sem smíða á. Setjum nú að ham- arinn sje 100 pund að þyngd, og lyptist í hvert skipti

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.