Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 32

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 32
32 sjcr staö í hinu stærsta scm Iiinu smærsta í hinum lík- amlega heimi; og allir náttúrukraptarnir til samans hafa í sjer fólgna vissa stærð vinnumagns, sem hvorki getur aukist nje eyðst. Vjer munum síðar leyfa oss að benda mönnum á ýmsar verkanir náttúrukraptanna í alheimin- um, og ætlum að lesendurn vorum muni þykja það skemmti- legra, en það sem vjer nú höfum talað um; en þetta var alveg nauðsynlegt til þess að geta skilið hitt sem sfðar kemur ; menn verða að kunna að stafa til þess að geta lesið. — r. GÓÐGJÖRÐASEMIN. (Þýtt) Maimonides, gvðingur, sem var uppi á 12. öld, og frægur er fyrir lærdóm og mannkosti, segir að 8 stig sjeu í góðgjörðaseminni: IIið fyrsta og lægsta stig góðgjörðaseminnar er að gjöra gott, en gjöra þaö nauðugur. Ilið annað stig er að gjöravel, en ekki að því skapi sem þörfin er. Ilið þriðja stig er að gefa af góðum vilja, og ríku- lega, en ekki fyrr enn maður er beðinn. Ilið fjórða stig er að gefa reyndar óbeðinn, en að rjetta þurfamanninum gjöfina sjálfur, svo að hann ef til vill finnur til sneypu eða fyrirverður sig. Ilið fimmta stig er aðgjöra vel þannig, að þiggj- andinn reyndar þekki gefandann, en enginn sjái hann taka við gjöfinni, eins og ef hann t. a. m. ætti aðgang að henni á afviknum stað.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.