Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 45

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 45
45 úti f skógi, á mjúkum mosa, og hafði Jiverpokan undir höfði sjer, en yfir sjer hafði hann himininn heiðan og bláan. Fyrst gat hann ekki áttað sig, en smámsaman fór hann að ranka við sjer: ferðin deginuin fyrir, hikið á fylgdarmanninum, klaustrið, þrætan við eldamanninn, ábótinn, kvöldverðurinn, Marsala-vínið, söngurinn, bálið, nunnurnar, og skotin, -— allt var honum að lokunuin Ijóst. Allt dótið hans lá hjá honum ; hann ílýtti sjer að gæta f þverpokann ; þar var allt, sem í honum átti að vera, og pyngjan líka; en það undraðist hann mest, að hön viitist vera eins troðfull, og deginum fyrir; hann lauk henni strax upp ; peningarnir voru í henni, en umfram var brjef í henni, og var það þannig: Herra greifi I Vjer biðjum yður raargfaldrar afsökunar fyrir það, að vjer verðum að skilja svo hastarlega við yður; og kemur það af því, að vjer höfum áríðandi erindum að gegna annars staðar. Jeg vona, að þjer gleymið ekki gestrisni Benidikts-bræðranna í klaustrinu á Etnu, og að þjer, ef þjer komið við í Rómaborg, biðjið Morosini kar- dínal að gleyma ekki oss, veslings syndugutn mönnum, í bænum sínum. í’arangur yðar allur verður skilinn eptir hjá yður, nema skammbyssurnar frá honum Kúkenreiter; þær bið jeg yður að leyfa mjer að eiga til minningar um yður. 16. október 1806. Gaetano, ábóti í Nikulásar-klaustrinu á Etnu.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.