Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 40
40
bak við þá, eldamanninn og greifann ; varð þeim litið
við, og sáu hvar maður stóð í stiganum er lá niður f
eldaskálann. Pessi maður var í munkaklæðum og leit dt
^yrir að vera fertugur, eða litlu eldri; hann var hár
maður vexti, og harður á svipinn, eins og þeim mönn-
ain er títt, er vanir eru að bjóða yfir öðrum; sá greif-
inn að það mundi vera húsbóndinn, gekk til hans, kvaddi
hann og mælti: „Jeg bið yður fórláts, en eldamaður-
inn yðar kann ekki að búa til eggjaköku“. „Þjer mun-
uð vera Weðer greifi“? BSá ermaðurhinn sami“. „Og
þjer hafið fært mjer meðinælingarbrjef“ ? sJú“. „Verið
vel komnir, herra greifi. Mjer þykir nú verst, að vjer
búum svo langt frá öllum mannabyggðum, að vjer ekki
getum tekið yður eins vel, og vjer vildum ; og verð jeg
því að biðja yður að afsaka, þótt ekki verði svo vel til
borðs búið scm skyldi*. „Ekki vel til borðs búið ?
Mjer s/nist þvert á móti ekkert vanta; og ef jeg að
eins má búa eggjakökuna til eins og jeg vil, þá . . . .
„það er sjálfsagt“, mælti ábótinn, og skipaði eldamanni
að fá greifanum hvað sem hann bæði u:n, og þyrfti á
að halda, til þess að matreiða kökuna eptir vild sinni.
„Og nú ætla jeg að biðja yður, herra greifi, að láta eins
og þjer sjeuð heima hjá yður; og þegar þjer eruð bú-
inn með eggjakökuna, gjörið þjer svo vel að koma upp“.
„Þess vcrður ekki lengi að bíða“, mælti greifinn; Blát-
ið þjer breiða á borð á meðan“.
„Þú hoyrir“, sagði ábótinn við eldamanninn; „farðu
og breiddu á borð“. Ábótinn gekk nú upp, en greifinn
fór að búa til eggjakökuna; og er hann var búinn,
var honum fylgt upp, og inn í stóran sal; leit út
fyrir að salur þessi hefði einhvern tíma verið kapclla,