Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 38

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 38
38 aralykt út úr dyrunum, „mikil blessuö Iykt er þetta“ I „Finnst yður það“? „Heldur“. „Það er kvöldverður íyrirliðans ; hans er von á hverri stundu“. „Nú, jeg kem þá rjett mátulega“, mælti greifinn, og hló við. „Þjer eruð má ske kunnugur honum“ ? BNei nei, en jeg heíl brjef til hans“. „Já, það er satt. Það er beztjegtaki við J)ví“. „Þarna er það“. Dyravöröurinn tók við brjefinu, og leit á; utan á því stóð: Til hins háæruverðuga ábóta Benedikts munk- anna í klaustri hins helga Nikulásar hjá Kataníu. „Já já, það er gott“, mælti dyravörður; Bnú skil jeg“. „Pað gleður inig“, mælti greifinn; „þjer gjörið þá kannske svo vel að láta hirða dótið mitt; og jeg ætla sjer í lagi að biðja yður fyrir þverpokaun, því að pen- ingarnir mínir eru í honum“. sNúI peningarnir yðar eru í honum; það cr gott jeg veit það“, anzaði dyravörður, og þreif til þverpok- ans, svo sem mundi hann vilja gæta hans vel. Wí næst tók hann hitt dótið, og bað greifann fylgja sjer eptir; kvaðst sjá, að hann væri góður maður, scin óhætt væri að taka við. Klaustrið var viðlíka hrörlegt innan sem utan, og livergi sáust krossinörk nje helgar myndir. Greifinn hafði orð á því, en maðurinn svaraði, að hann mætti ekki furða sig á því; klaustrið lægi þarna uppi í ó- byggðunum, en allt í kring væri fullt af stigamönnum og öðrum óþjóðalýð, sem hvorki óttuðust guð nje fjand- ann, „og með því að við viljum halda í það lítið, sein við eigum, þá höfum við lokað allt fjemætt niðri í kjöll- urunum. Yður mun ekki heldur ókunnugt, að við eig- uin annað klaustur niöri í byggð, rjett hjá Kataníu*.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.