Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 34

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 34
34 þeim þó lieldur dauflegt aö vera þarna uppi í óbyggð- unum og var þó haft fyrir satt, að þeir ekki neituðu sjer um neitt það, er þessa heims börn telja með gæðum lífs— ins. í*eir ljetu klaustrið hrörna, án þess að dytta nokk- urn tíma að þvf, og á endanum varð það óbyggilegt fyr- ir munkana. f*á var svo sem sjáifsagt að byggja þurfti nýtt klaustur, en enginn mælti með því að reisa það þar, sem hitt stóð, þó að þeim upphaflega hefði verið gjört að skyldu að bóa einmitt uppi í fjallinu; nú var öldin önnur, og nýja klaustrið var reist við Kataníu, einhverja blómlegustu borgina á Sikiley. Þetta var á miðri 18. öld ; en með því að bók Weðers greifa var eldri enn nýja klaustrið, þá vissi Weðer heldur ekki af öðru klaustri að segja, enn því á Etnu, enda mundi greifinn ekki hafa skipt sjer mikið af klaustrinu, hefði þess ekki verið get- ið í bókinni hans, að óvíðar mundi betur til borðs búið, enn hjá Benidikts-bræðrunum í klaustri hins helga Niku- lásar á Etnu. Hann kom sjer því í mjúkinn hjá einum kardínalnum í Rómaborg, og fjekk hjá honum ineðmæl- ingarbrjef til ábótans. Kardínalinn ritaði ábótanum og mæltist innilega til þess, að greifanum yrði sýnd gest- ristni, meðan honum þóknaðist að dvelja í klaustrinu, því að hann „væri guðhræddur pílagrímur og mesti trúmað- ur“. Með þetta brjef í vasanum lagði Weðer af stað til Sikileyjar. Weðer var ekki óðar kominn á land í Sikiley, enn hann var sjer f útvegum um íylgdarmann upp að klaustr- inu ; fylgdarmaðurinn kom með 2 múldýr, sitt handa hvorum þeirra, og innti eptir hvert fara ætti. —• „Að Nikulás-klaustrinu“, svaraði Weðer. „Hinu nýja, eða hinugamla“? spurði fylgdarmaðurinnn. „Nikulás-klaustr-

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.