Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 26

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 26
26 uppi á Frakklandi um miöbik 18. aldar; hann smíðaði inargar vjelar íurðulegar, og þar á meðal endur sem átu, ineltu matinn, böðuðu vængjunum o. s. frv. rjett eins og lifandi endur. Hann smíðaði og „dreng“, sem ljek á „flautu41; um þá vjel hefir hann ritað ofur lítinn bækling, sem prentaður er í Parísborg 1738, og skýrir liann þar frá fyrirkomulagi hennar. Nokkru síðar bjó Vaucanson í borginni Lyon ; ætluðu silkivefararnir þar að grýta hann, því að þeir ætluðu hann vera göldróttan ; þó varð ekki af þeirri fyrirætlan, því að Vaucanson bjó til asna, sem óf silki eins vel og vefararnir, og við það fjellst þeim hugur. Annar maður, að nafni Droz, er var uppi um saina leyfi, smíðaði „dreng“ sem ritaöi fallegustu hönd; og Droz hinn yngri, sonur hins, smíð- aði „stúlku“ sem ljek á „forte-piano“, og er hún hætti hljóðfæiaslættinum, stóð hún upp, og hneigði á- lieyrendunum. Ðruz hinn eldri og „drengurinn“ hans sátu lengi í dýflissum hins spanska rannsóknarrjettar, enda var sú vjel svo margbrotin, að fæstir skildu í henni, þegar hún löngu seinna var sýnd á þýzkalandi. Uin sama leyti og þessir menn voru uppi, voru og aðrir að streytast við að búa til svo lagaðar vjelar, að ekki þyrfti neina koma þeim af stað, þá gætu þær úr því haldið áfrara viðstöðulaust og endalaust, t. a. m. eins og ef úr gæti gengið, án þess nokkurn tíma þyrfti að draga það upp, eða t. a. m. mylna malað, án þess að hún þyrfti vind eða vatn, eða önuur öfl til að halda hreifingunni o. s. frv. Menn sáu, að gætu menn komið þessu í kring, þá yrði það óþrjótandi auðs uppspretta að nota þess konar vjeiar til vinnu; því að reyndar eru menn og skepnur allgóð til vinuu, en þau þurfa fæði, og

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.