Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 36

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 36
36 aöist hann rnjög, að greifinn skylcii hafa heitið ferðinni upp í gamla klaustrið ; lionum lá við að halda, að Weðer væri einn af kumpánuin stigainannsins, og hugð1 ]dví, að bezt væri að hafa vaðið fyrir neðan sig hvað fylgdarkaup snerti. Á leiðinni mættu þeir við og við bændum, og gjörði fylgdarmaður sjer allt til erindis til þess að tala við þá; sagði þeim hvert ferðinni væri heit- ið, og litu þeir þá allir hornauga til Weðers, en hann tók ekki eptir því, og grunaði ekkert. Það var farið að líða á kveldið, þegar þeir fóru fram hjá Nikolosi, síðasta þorpinu á leiðinni, og var engin byggð ofar í íjallinu. sYæri jeg í yðar sporum“, mælti fylgdarmaðurinn, „þá mundi jcg taka kvöldverð og gisting íþorpinu því arna, en færi heldur á morgun upp að gamla klaustrinu, svona blátt áfram, einn, og eins og aðvífandi", „Jeg trúi þú segðir áðan, að mig mundi hvorki skorta kvöldverð nje sæng í klaustrinu“. „Satt er það, ef þeir viija kannast við yður“. „Sagöi jeg þjer ekki, að jeg hefði meðmæl- ingarbrjeF ? „Jú; svo þjer eruð staðráðnir í aðhalda á- fram“ ? „Það er sjálfsagt". „Bölvaður þrákálfur er þessi þjóðverji® sagði fylgdarmaðurinn í hálfum hljóðum. Litlu síðar voru þeir komnir að klaustrinu ; það var, eins og áður er á vikið, gömul bygging og farin mjög að hrörna; þök og turnar víða fallnir ; þó fór mikið fyrir því, og f kring um það allt var enn þá rammbyggileg girðing af höggnum steini, en á girðingunni voru skotaugu eins og títt er á víggirðingum, og líktist því allur umbúnað- ur meir kastala enn klaustri. Það stóð og á mjög eyði- legum stað, og var Iiarðla dauflegt um að litast kring um það. Weðcr greifi skipaði nú fylgdarmanni sínum að berja

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.