Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 33
33
Ilið sjötta stig er það, er gefandi að sönnu þekkir
þiggjanda, cn cr sjálfur óþekktur.
Ilið sjöunda stig er það, er hvorki gefandi nje þiggj-
andi þekkjast, og þannig gjörðu forfeður vorir meðan
musterið stóð ; þar var herbergi, er nefnt var þagnar-
herbergið ; þar lögðu guðhræddir menn gjaíir sínar, og
þaðan var þeiin í kyrrþey býtt út milli sannra þurfa-
inanna.
En hið áttunda og æðsta stig góðgjörðaseminnar er
að gefa f y r i r f r a m, að koma í veg fyrir fátæktina,
að láta meðbróður sinn læra heiðarlega vinnu, eða koma
honum í veg, svo að hann geti sjeð fyrirsjer sjálfur, og
þurfi ekki að rjetta út hendina eptir ölmusugjöfum annara.
BENIDKTS-BKÆÐURNIR Á ETNU.
(Pýtt).
Um síðusta aldainót var uppi á Pýzkalandi greifi
nokkur að nafni Weðer ; hann var, eins og margir land-
ar lians, lesinn og fróður í fornum bókum, en að öðru
leyti elskaði hann mest munn og maga, og ekkert þótti
honum jafnfagurt í heiminum, og vel búið borð að vist-
um og vínföngum. Árið 1806 var Weðer á ferð urn
Ífalíu ; hann kom við í hinum helztu borgum þar í landi,
og ætlaði sjer því næst að koma við á Sikiley, áður
hann færi heim. í einni af fornu bókunum sínuin hafði
greifinn lesið um munkaklaustur, er stæði utaní Etnu-
fjalli, og það svo ofarlega í fjallinu að engin byggð væri
þar jafnofarlega, því að í fyrndinni Iiöfðu munkarnir
byggt klaustrið þar, til þess aö vera sem fjærst glysi
og glaumi heimsins ; en þegar fram liðu stundir, þótti
3
t"
<b