Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 20

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 20
20 1315 spratt eigi gras fyrir ofþurk; var þá mikil clýr- tíð, sem ekki er að undra eptir 7 Iiallæris ár íröð. 1319 byrjuðu aptur harðindi og inannfellir af dýrtíð ; þá lá hafís fyrir Austfjörðum öllum. 1320 var kallað „ísavor“. 1321 óár mikið; dó fólk úr sulti um þau missiri. 1323 var vetur harður og vor, allt að Jónsmcssu. 1330 var grasleysi mikið, er leiddi af sjer hallæri. 1331 kallaðist „felliveturinn mikli“. 1332 gekk sótt mikil; líka var eldur uppi í austurjöklum. 133G um sumarið kom vatnshríð svo rnikil, að á Kang- árvöllum dóu hross og naut svo hundruðum skipti. Um veturinn eptir jól kom snjóhríð svo mikil, að hæir og íjárhús brotnuðu víða inn. 1339 varð landskjálfti svo inikill um fardaga, einkum á Suðurlandi, að bæir hrundu og eyddust; fjöll hröp- uðu og jörðin rifnaði , svo þar komu djúp dýki. 1343 var snjóavetur svo inikill á Suðurlandi, að eigi fundust dæmi til slíks. t*enna vetur varð skcpnufall mikið ; þá var eldur uppi í Ileklufjalli. 1344 gekk blóðsótt mikil; tók hún nálega hvern fertug- an mann og yngri. 1348 var hallæri, og undir eins bólusótt; snjóavetur, ísa- lög og grasleysis sumar. 1349 var eldur uppi, og mvrkur svo mikið, að stund- um sá eigi til vegar um miðjan dag. 1350 snjóaveiur mikill, og um hásumarið frost; þá var eldur uppi eins og fyrra árið. 1352 hallæri mikið á sjó og landi.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.