Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 42

Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 42
42 búnir við liverju sem að hönrlum kann að bera á þess- um afskekkta stað“. Um Ieið og ábótinn mælti þetta, tók hann hendinni undir hempuna og dró úr belti sínu 2 afbragðs-fagrar skammbyssur, er hann lagði á borðið fyrir sæti sfnu. „Ekki er of varlega farið“, mælti greif- inn, „og gott lið má verða að skammbyssum. Jeg hafði líka 2 með mjer í dótinu mfnu; en það er skrítið, jeg trúi að yðar sjeu alveg eins og mínar“. „Þetta má vera“ mælti ábótinn, og gat varla varizt hlátri, „jeg hefi feng- ið þessar frá honum Kúkenreitcr á l’ýzkalandi*. „Átti jeg ekki von á; mínar eru einmitt líka írá honum. f’að má sækja mfnar, svo við getum borið þær saman“. „Við skuluin sleppa því, herra greifi, þangað til að við erum búnir að borða. Gjörið þjer nú svo vel að setjast beint á móti mjer. Kunnið þjer borðbænina“? „Einhvern tíma kunni jeg hana; cn jeg held að jeg sje farinn að riðga í henni“. „Það fór illa, því að jeg ætlaði að biðja yður að fara með hana; en fyrst að þjer eruð farinn að gleyma henni, þá sleppum við henni í þetta sinn“. „Ójá, sleppuin henni, sleppum henni“, sagði greifinn. Nú var tekið til matar, og bar ekki á öðru, cnn að greifinn, og munkarnir ekki síður, gætu borðað, þótt bæn- inni væri sleppt. Ábótinn rjetti greifanum vínfiösku, og sagði : „Smakkið þjer á víninu því arna fyrir mig“. Greifinn helti á staup, hjelt því ofur litla stund upp við ljósið, og renndi það síðan út ógnar hægt, til þess að smakka sem bezt á því. „Jeg hjelt, að jeg ætti að bera kennsli á vín“, mælti hann, „en þetta vín þekki jeg þó ckki, nema ef það skyldi vera ungt Maderavín“. „Það er Marsalavín“, anzaði ábótinn, „og ætti skilið að fleiri

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.