Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 44
44
fóru menn að syngja, og greifínn, sem líka vildi láta
heyra til sín, söng eins hátt og hann gat hinn nafnkunna
ræningjasöng eptir Schiller („Stehlen, morden, rauben,
balgen“ o. s. frv.). Smátt og smátt sýndist honum
munkarnir taka stakkaskiptum ; hempurnar hurfu, en ept-
ir stóðu menn í ræningja búningi, og að sama skapi
breyttist og öll hegðan og atferli þeirra. Alltaf var hald-
ið áfram að drekka; tómu llöskunum var barið í borð-
ið, til þess að heimta nýjar ; Ijósunuin rutt um, en við
það kviknaði í dúkunum, og því næst í borðinu. Ekki
var samt liugsað um að slökkva, heldur var þvert á móti
stólum og bekkjum varpað í eldinn, til að auka hann, og
loksins stóð allt í björtu báli, en munkarnir, eða fremur
ræningjarnir, dönsuðu kring um bálið, líkari djöflum enn
mönnum.
Allt í einu æpti húsbóndinn : „nunnurnar“ 1 þá kvað
við gleði-óp úr öllum hópnutn, og rjett á eptir lukust
upp dyr, og komu inn 5 eða 6 ræningjar með 4 nunn-
ur milli sín. Greifinn sá þetta eins og í draumi, og
það var eins og honum væri ekki unnt að hreifa sig úr
sporunum. Ilonuin sýndist sem fyrirliðinn vildi koma
þögn á, en það gat ekki tekist; þá þótti greifanum sem
fyrirliðinn þrifi íallegu skammbyssurnar frá Kúkenreiter;
hann heyrði tvo hvelli, og sá tvo blossa, svo honum
varð að loka augunum snöggvast ; en þegar hann lauk
þeim upp aptur, flaut blóð um gólfið, og tveir ræningj-
ar lágu æpandi í einu horninu, og snerust á hæl og hnakka;
þá luktust augu greifans annað sinn, og hannhnje niður
þar sein hann stóð ; hann var dauða-drukkinn.
I’egar greifinn vaknaði, var sólin hátt á lopti; hann
neri augun, litaðist um og sá að Iiann lá undir eik einni