Gangleri - 01.01.1870, Blaðsíða 13
13
ómeikilegt, sem ]>að er í sjdlfu sjer — eigi verður til
að spilla fyrir málinu á ])ann veg, sem verst gegnir,
sem sje, að stjórnin fái konung vorn til, að veita frum-
varpinu lagagildi annaðhvort óbreyttu, eður breyttu að
nokkru eða öllu leyti eptir uppástungum minni blutans.
Petta óttumst vjer, eigi fyrir því, að álit minni hlutans
sje á rökum byggt, eður fyrir því, að gagnsannana sje
vant hjá mciri hlutanum, heldur fyrir því, að stjórninni og
ríkisþinginu sje það geðfelldara, og kunni því að láta
leiðast af fortolum minni hlutans og annara dyrðlinga
sinna.
Ef svo fer, að frumvarpið nái Iagagildi, eðaþví verði
dembt upp á oss, þvert á móti vilja og óskum Iands-
manna, og til ómetanlegs tjóns fyrir land og lýð, alda
og óborna, fyrir tilstilli minni hlutans; livílík ábyrgð
hvílir þá eigi á honum, ekki einasta gagnvart íslending-
um, bornum og óbornum, heldur og gagnvart þeim, er
hann ætlaði liollur að vera, sem sje, samþegnum vorum
Dönum; því hvað verður annað ofan á, ef vjer, sem
auðsýnilegt er, ekki getum risið undir álögunum, er af
stjórnarbreytingunni leiða, enn að Danir verða að „leggjaa
oss, er þeir kalla, á ný, og það þeim mun meira sam-
tals þá enn nú útheimtist, sem rneira er búið að sjúga
úr oss merg og blóð með stjórnleysi og álögum? Og
verður þá síðari villan argari hinni fyrri, bæði fyrir oss
og Dönum.
þótt mál þetta eigi fái þá verstu útreið, ervjernú
nefnduin, er það eigi forsjá minni hlutans að þakka;
heldur vonum vjer, að stjórnin og þing Dana taki til
greina sannanir meiri hlutans og kannist við rjett vorn,
þann er vjer höfurn haft frá öndverðu og aldrei gefið