Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Page 39
MANNALÁT.
39
geir Ásgeirsson, kaupmaður á Ísaíirði. Hann varð bráð-
kvaddur í Kaupmannahöfn 2. nóv. nálægt sextugu. Hann var
talinn auðugastur innlendra kaupmanna, og hafði grœtt allt fje
sitt sjálfur. Hann var orðlagður ráðdeildar- og þrekmaður,
merkur höfðingi í mörgu og þjóðvinur; hann var um tíma vara-
þingmaður ísfirðinga. — 25. júní varð Tómas Thomsen,
kaupmaður á Blönduós, ungur maður og efnilegur, bráðkvaddur. —
24. apríl dó í Reykjavík verzlunarstjóri Kristján Zimsen,
68 ára; hann var danskur að kyni, merkur maður ogvellátinn.
— Meðalmerkiskvenna, er Ijetust á árinu, voru Berljót Gutt-
ormsdóttir (Pálssonar prófasts í Vallanesi), kona Sigurðar
prófasts Gunnarssonar á Hallormsstað; hún dó 2. okt., 68 ára.
f>órunn Ásgrímsdóttir (Vigfússonar prests í Breiðuvíkur-
þingum), ekkja Gríms prófasts Pálssonar á Helgafelli; hún dó
4. okt., 76 ára. fo rbj örg Jó ns dó t tir Konráðssonar, ekkja
Benidikts prófasts Vigfússonar á Hólum í Hjaltadal; hún dó í
ágúst, hnigin á efra aldur.
F r á í s I e n (1 i n g u in í V e s t u r li e i m i,
Mannflutningar frá íslandi til Vesturheims urðu í
minna lagi árið 1877. Svo er sagt, að úr Múlasýslum hafi
farið 50 til 60 manna til Nýja íslands, en eigi er getið um
aðra mannflokka. Auk þessa flokks fóru og nokkrir menn ein-
stakir.
í Nýja-íslandi er nú kominn á regluleg nýlenduskipun.
Landnámið allt nefnist Vatnsþing. pví er skipt í 4 byggðar-
lög, Víðirnesbyggð, Árnesbyggð, Fljótsbyggð og Mikleyjarbyggð.
Nýlendumenn hafa nú gjört samþykktir um stjórnarfyrirkomu-
lag landsins eða stjórnarskrá, sem bæði er frjálsleg og óbrotin.
Eptir henni skulu íbúar hverrar byggðar árlega kjósa 5 menn í
nefnd til að hafa á hendi öll þau mál, er varða byggðina. Hver
nefnd kýs sjer formann, er nefnist byggðarstjóri. Kosningar-
rjett og kjörgengi hafa allir þeir, sem eiga fast heimili í ný-
lendunni, eru 21 árs að aldri og hafa óskert mannorð. Almenn-
ir byggðafundir skulu vera í hverjum marzmánuði, og auk þess
svo opt sem byggðarnefnd þurfa þykir. Byggðarncfndir annast