Fréttir frá Íslandi - 01.01.1877, Blaðsíða 40
40
ERÁ ÍSLENDINGUM í VESTURHEIMI.
um vegabœtur, fátœkramál, dánarbú, uppboð o. fl. Byggða-
stjórar kveðja til funda og stjórna þeim, halda reikninga o. fi.
Allir byggðarnefndamenn skulu á sameiginlegum fundi kjósa
einn mann, er nefnist þingráðsstjóri, og er hann kosinn til eins
árs í senn, skal hann ásamt hinum 4 byggðastjórum mynda ráð,
er nefnist þingráð; það skal eiga einn aðalfund árlega. J>ing-
ráðsstjóri skal kveðja til þingráðsfunda og stjórna þeim, hafa á
hendi alla reikninga, er allt þingið varðar og tilkynna byggða-
stjórum þau mál, sem nauðsyn er að rœða á byggðafundum.
Hann skal vera milliliður millum yíirstjórnarinnar og byggða-
stjóranna, flytja mál við stjórnina og birta skipanir hennar.
|>ingráðið sker úr þrœtum manna í þeim málum, er byggðirnar
varðar, ella sje málið lagt í gjörð. Atkvæðafjöldi ræður úrslit-
um mála á fundum. Sáttamenn í einkamálum skulu árlega
kosnir í hverri byggð. Lögum þessum má breyta á almennum
þingráðsfundi. Júngráðsstjóri var kosinn Sigtryggur Jónsson,
en byggðastjórar: Björn Jónsson í Víðirnesbyggð, Bjarni Bjarna-
son í Árnesbyggð, Jóhann Briem í Fljótsbyggð og Jón Berg-
sveinsson í Miklueyjarbyggð.
J>á komu og nýlendumenn skipun á kirkjumál sín.
Eptir ósk þeirra sömdu þeir Jón Bjarnason og kandidat Hall-
dór Briem frumvarp til kirkjufjelagslaga fyrir nýlenduna. Kirkju-
fjelagið er lúterskt, en ritningin ein áreiðanleg regla fyrir trú
manna, kenningu og lífi. Kirkjuíjelagsstjórnin er í höndum
formanns, skrifara og fjehirðis, en kirkjusiðirnir hinir sömu eða
líkir því, sem tíðkazt hefur á íslandi. Nýlendumenn fjellust á
frumvárp þetta; en nú var eptir að fá prest; höfðu þeir nú
verið prestþjónustulausir frá því að Fáll prestur I>orláksson var
á ferð hjá þeim sumarið áður. |>eir áttu kost á að fá hann
fyrir prest, en hann var bundinn kirkjufjelagi nokkru norsku,
er þeir eigi gátu þýðst. |>ar á móti óskuðu þeir að fá fyrir
prest Jón Bjarnason, er var ritsjóri blaðsins «Budstikken» suður
í Bandaríkjum. í júlímínuði tókst hann ferð á hendur norður
til nýlendunnar, skírði þar börn, gipti hjón og flutti ræður
fyrir mönnum. Varð fólkið honum alls hugar fegið, og ljet í
Jjósi innilega löngun eptir því, að hann yrði þar prestur. Hon-
ura leizt vel á nýlenduna og gazt vel að fólkinu, en eigi gat