Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 3
3 á sögum vorum yfir höfuð og reynslu í þessu efni, til að geta borið þetta alt saman í heild sinni. Loks er það, sem einna mest ríðr á, að rannsaka handrit þau, er til kunna að vera af hverri sögu, og bera þau öll nákvæmlega saman, og taka það sem bezt á við sögustaðina; á þenna hátt tekst oft að finna það rétta, sem ella væri ómögulegt; af þessu síðar talda hefi ég fengið nokkra reynslu, og sýnt fram á það í undanfarandi Árbókum, og mun enn gera í þessari. Öilum ætti að vera ljóst, að sannanir þær, sem ekki eru bygðar á slíkum rannsóknum, hafa enga verulega þýðingu. Enn svo eg hverfi aftr að aðalefni þessa máls, þá set eg hér orðrétta þýðingu af kafla úr áminnztu riti: „Að því er landfrœðislegar villur snertir, sem höfundrinn gerir sig sekan f, þá hefir G. Vigfússon þegar getið þess í Prolegomenis sínum við Sturlungu, bis. 43—44, að þær sé til í Njálu. þ>annig virðist svo, sem höfundr hennar viti ekkert um, að Hlíðarendi, þar sem Gunnar átti heima, er fast við J>verá, því, að fráteknum ein- um einasta stað í einu einasta handriti B. 98, 56, er þessar- ar ár hvergi getið i Njálu, heldr er Rangá alt af nefnd til sem sú á, er sé næst við bœ Gunnars, þó að hún sé miklu lengra frá enn hin (Kálund I, 208—211, 237—243, 250—255. II, 410—411). J>ví næst er sagt g12 um forva.ld: hann átti eyjar þær, er heita Bjarn- eyjar; þær liggja út á Breiðafirði. J>aðan hafði hann skreið og mjöl. Ritari Njálu hefir liklega fundið í því, er.hann hafði fyrir sér, þá sögu, að J>orvaldr hafi áttar Bjarneyjar, og hefir að öðru levti einnig vitað um hið alkunna fiskiver á Breiðafirði. Að slengja þessu saman er rangt; því að óðal J>orvaldar er á Meðal- fellsströnd, sem er við Hvammsfjörð, er gengr inn úr Breiðafirði. Enn á Hvammsfirði eru líka eyjar, er heita sama nafni og þær er J>orvaldr átti. Hinar, er fiskiverið var á, eru langt út í Breiða- firði (Kálund I, 486—488, 545). Enn mestar villur hefir ritari Njálu gert í þeim kafla sögunnar, er sagt er frá ferð Flosa heiman að frá Svínafelli til f>ríhyrnings- hálsa. I fyrstu áætlun sinni í 22\i0______50 gerir Flosi eigi ráð fyrir öðru, enn að hann ætli sér vestr yfir Lómagnúpssand, enn leiðina, sem fara skyldi, tiltekr hann eigi nákvæmara. Af stað kvaðst hann mundi fara á sunnudaginn, þá er 8 vikur eru til vetrar, og ná á þríhyrningshálsa á mánudaginn; Ketill lét þá á sér heyra, að trauðla mundi þeir komast þetta á svo skömmum tíma, og lýsti þá Flosi nákvæmara leiðinni. Nú mætti hugsa sér af orðum þeim, sem á undan eru gengin — þvíað það er auðvitað, að hann riði Lómagnúpssand — að Flosi mundi fara beina leið frá Svínafelli til J>ríhyrningshálsa, og eyða sem minstum tíma, að hægt væri, enn þó finnr Ketill ekkert að skýringu Flosa,sem á eftir kemr, þó það hlyti að sýnast enn ómögulegra að komast það á jafnstuttum tíma, eftir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.