Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 16
ió
er sagt hér að framan; verðr þetta þá nær í vestr-útvestr frá lög-
réttunni, og er því rétt til orða tekið, þó það sé ekki beint í vestr;
fornmenn vóru oft ekki svo nákvæmir með þess konar, eins og eg
hefi svo oft sýnt fram á áðr, sjá „Alþingisstaðinn“, Arb. fornleifafj.
1880 og 1881. í>að er hér að framan sýnt, að fjórðungsdómarnir
höfðu engan ákveðinn stað árum saman, og heldr ekki búakvið-
irnir; þar er því þetta: „vestr á árbakka“ tekið eftir sjónarvottum;
enn fimtardómrinn var ákveðinní lögréttu, Grágás Kb. I. 43. kap., enn
ekkert er í Grágás tiltekið um stað fyrir búakviðinn, heldr segir
35. kap.: „ok queþa a hvar þat er“, sem sýnir, að staðrinn var ó-
ákveðinn; það er og auðvitað, að hlutaðeigendr hafa ráðið hvar
þeir skyldu vera, og hefir það farið eftir því, sem þeim þótti hent-
ugast í það og það sinn og bezt næði var; og einmitt vegna þess
er það tiltekið hér á þessum báðum stöðum, að það var ekki fastr
vani, að kviðrinn væri vestr á árbakka, enn söguritarinn segir blátt
áfram svo nákvæmlega hér frá öllu, sem honum er unt og hann
vissi; það er heldr ekki eins og þetta væri sá eini hentugi staðr
fyrir kviðinn; í kringum lögréttuna var autt svæði og nóg rúm á
allar hliðar. jpað er því sjáanlegt, að þetta hlýtr að vera
tekið eftir sjónarvottum og hefir fylgt þeirri upphaflegu frá-
sögn.
ý>egar hér var komið málinu, nefndi Mörðr sér votta og beiddi
þá níu búa framburðar um kviðinn, að bera annaðtveggja af eða á.
Búar Marðar gengu þá að dómi, taldi einn fram kviðinn, enn allir
guldu samkvæði; þeir höfðu allir unnið fimtardómseið „ok báru
flosa sannan at sökinni, ok báru á hann kviðinn11; báru þeir svo
skapaðan kviðinn fram i fimtardóm yfir höfði þeim manni,er Mörðr
hafði sök sína fram sagt yfir, síðan báru þeir kviðu alla, er þeir vóru
skyldir að bera til allra saka, og fór það alt löglega fram. Eyjólfr
og þeir Flosi sátu um að rengja og gátu ekki að gert. jþá býðr
Mörðr Flosa eða þeim, að taka til varna, „því at nú eru fram
komin sóknargögn öll — boðit til eiðspjalls, unninn eiðr, sögð fram
sök, borit stefnuvætti, boðit búum í setu, boðit til ruðningar
um kviðinn, borinn kviðr, nemndir váttar at kviðburði“; síðan
nefndi Mörðr sér votta að öllum þessum gögnum. ý>á stóð sá upp,
er sökin hafði yfir höfði verið fram sögð, og „reifði“ málið alt frá,
upphafi og til þess er hér var komið, og skýrir söguritarinn frá
hverju atriði út af fyrir sig. Mörðr nefndi sér þá votta, „nemni ek
í þat vætti“, sagði hann, „at ek banna flosa þórðarsyni eða þeim
manni öðrum, er handselda lögvörn hefir fyrir hann, at taka til
varna; því at nú eru öll sóknargögn fram komin, þau er sökinni
eigu at fylgja at reifðu máli ok svá bornum gögnum. síðan reifði
reifingarmaðr þetta vottorð“.
Nú var þá þetta mikla fimtardómsmál búið til dóms, og hafði