Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 25
25
þeim ok bað þá alla velkomna, ok gaf þeim rúm at sitja hjá sjer“.
Að síðustu fóru þeir Ásgrímr til Möðruvellingabúðar. „ok er þeir
kvámu í búðina, sá þeir, hvar guðmundr ríki sat ok talaði við einar
kondlsson fóstra sinn. hann var vitr maðr. gengu þeir þá fyrir
guðmund. hann tók þeim vel ok lét ryðja fyrir þeim búðina. spurð-
uz þeir tíðinda“. f>að er eins með þetta, sem hér segir, og það
áðr talda, nefnilega, að þegar þeir komu í búðina, sáu þeir að Guð-
mundr sat og talaði við Einar Konálsson fóstra sinn; hann var
vitr maðr. þetta kemr því efni, sem hér er um að rœða, í raun-
inni mjög lítið við, enn hefir sjáanlega fylgt þeirri upprunalegu frá-
sögn, einungis til að segja frá þessu eins og það kom fyrir sjónir;
þessi setning hefði því hlotið að falla i gleymskunnar dá eftir marga
mannsaldra, og engum síðari tíma söguritara, sem þá var að skapa
sögu, hefði dottið í huga, að búa hana til, því hún gat heldr ekki
prýtt neitt söguna eða sagan þótt skáldlegri fyrir það ; enn einungis
prýðir hún, af því þetta stendr í sambandi við þá lifandi frásögn, sem
bæði hér í liðsbóninni og annarstaðar lýsir sér. Slík smáatriði sýna
oft bezt, af hvaða bergi vorar merkari fornsögur hljóta að vera
brotnar.
En ef vér nú vildum setja svo, að Njáls s. væri fyrst rituð og
saman sett á síðari hluta 13. aldar, þá hlyti hún að vera mestmegn-
is tilbúningr, því það er lítt hugsanlegt, að menn hefðu getað mun-
að söguna eftir nær þrjár aldir, eins og hér að framan er nokkuð
á vikið, því svo gamall yrði mestallr fyrri hluti sögunnar ; það kann
að vera, að menn hefðu munað höfuðviðburðina, enn þó varla til að
geta sagt frá þeim með þeim rökum, sem einkenna historiska sögu,
og með því að viðburðirnir í fyrri hluta sögunnar eru nokkuð marg-
brotnir og gerðust heldr ekki allir í einni vissri ætt, er sögnin
hefði getað haldizt í. Annað er hitt, að það yrði nokkuð óeðlilegt,
að fara þá fyrst eftir allan þenna tíma, að hugsa til að fœra
þetta í letr og rannsaka það mikla efni, enn láta það ógert allan
þann friðartíma, sem að miklu leyti hélzt út tólftu öldina, og því ó-
eðlilegra yrði það, þegar vér gætum að því, að aðrir viðburðir vóru
þá komnir á milli, og sem vóru miklu fleiri og stórkostlegri, nefni-
lega á Sturlungatímanum, þá varð borgarastríð á landi hér, sem
kunnugt er, sem Norðlendinga-, Yestfirðinga- og Sunnlendingafjórð-
ungar tóku þátt í, og afleiðingarnar urðu þær, að þá byrjaði nýtt
tímabil í sögu landsins. Allir þessir miklu viðburðir hafa hlotið að
gefa frœðimönnum nýtt umhugsunarefni og nóg að starfa. Enn
hvað sem þessu líðr, þá er enn eitt: andi laganna gengr nærri
gegnum alla Njáls s. þ»ví verðr ekki neitað, að Njála sýnir lífið
á fingvelli um alþingistímann í sinni réttu mynd, og að málasókn-
um og lagadeilum er lýst með hinni mestu snild, og um lögin er rit-
að bæði með fegrð og tilfinningu fyrir þeim. Enn einmitt slík til-
4