Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 19
19 og sáu á þau, minnisstœð alla sína æfi; þeir hafa sagt frá þessu öllu á alþingi, þar sem þeir komu saman ár eftir ár. Hér á þessu þingi voru viðstaddir flestallir höfðingjar landsins og ýmsir frœðimenn, og svo allr þingheimr, sagan segir það sjálf, bls. 133: „þar váru komnir höfðingjar ór öllum fjórðungum landsins. ok hafði aldri verit þing jafnfjölmennt, áðr svá at menn myndi“; hér vantaði því ekki menn, sem bæði hafa kunnað eftir að taka og segja frá, og getr það verið mikil trygging fyrir því, að frásögnin sé rétt, ef ekki liðu svo hundruðum ára skifti eða meir þangað til byrjað var að fœra þetta í ietr. Alþingi var yfir höfuð aðalsamkomu- og skemtistaðr þjóðarinnar í fornöld; fyrir utan þingheyendr sótti þang- að árlega mikill fjöldi inanna, og höfðingja konur og dœtr, ein- ungis til að skemta sér og koma saman; þar fram fóru als konar skemtanir, sem þá var hér títt, og sagnafrœði\ sögur vorar geta um þetta á ýmsum stöðum; það má ætla að menn hafi sagt frá þeim viðburðum, er gerðust hér á sjálfum staðnum, og öðrum verið forvitni að heyra þar á, þegar menn sögðu á alþingi sögur, er gerðust í öðrum löndum, og það langt suðr í löndum1. f»að er 1) Halldór Snorrason sagði á alþingi sögu Haraldar konungs Sigurðar- sonar sunnan úr Miklagarði, sumar eftir sumar. Islenzkr maðr, ungr og frálegr, er fór til alþingis hvert sumar, nam þar á hverju sumri nokkuð af sögunni, er Halldór sagði, unz hann nam hana alla. Síðan fór Is- lendingr þessi utan til Noregs og kom á fund Haraldar konungs Sigurðar- sonar og bað hann ásjár, því hann var félaus; konungr spurði, ef hann kynni nokkra frœði; hann lézt kunna sögur nokkrar; konungr bað hann vera með hirðinni um vetrinn, enn sagði: »þú skalt skemta ávalt, er menn vilja, hver sem þik biðr, ok svá gerði hann«; aflaði hann sér skjótt vinsælda af hirðinni, gáfu þeir honum klœði, enn konungr sjálfr gaf honum gott vopn í hönd sér; leið svo fram til jóla, þá úgladdist Islend- ingr; konungr fann það og spurði hvað til bæri; »hann kvað koma til mislyndi sína«; konungr kvað það ekki mundi, enn gat til þess sem var, að nú mundi þrotnar sögur hans, því hann hafði jafnan skemt hverjum sem beiddi »ok löngum bæði nætr ok daga«. Islendingr játar þá að svo var, enn segir: »sú ein er sagan eptir, er ek þori eigi hér at segja, því at þat er útfararsaga yður« (þ. e. saga Haraldar konungs í útlöndum eða Miklagarði). Konungr mælti: »sú er ok svá sagan at mér er mest for- vitni at heyra; skaltu nú ekki skemta fram til jólanna, enn jóladag hinn fyrsta skaltu upp hefja þessa sögu og segja af spöl nokkurn«, mun eg svo til stilla að jafndrjúg verði sagan og jólin, »ok ekki mun þú á finna, meðan þú segir söguna, hvárt mér þykkir vel eðr illa«; þetta fór svo, að Islend- ingr hóf upp söguna fyrsta jóladag og endaði þann þrettánda. Sumir sögðu það djörfung mikla fyrir Islending að segja þessa-sögu, enn sum- um þótti vel sögð, »konungr var vandr at vel væri ýilhlýdt«. þegar sag- an var úti, mælti konungr: er þér eigi forvitni á, Islendingr, hversu mér líkar sagan? »hræddr er ek þar um, herra«, segir hann. konungr mælti: »mér þykkir allvel sögð, og hvergi vikit frá því sem efni stóð til, eða hverr kendi þér?« Islendingr sagði honum þá, að hann hefði numið af Halldóri Snorrasyni, eins og áðr er sagt. »þá er eigi undarlegt«, segir konungr, 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.