Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 4
4 þeim krókagötum, sem Flosi virtist hafa í huga. Enn þó verðr þetta mál enn torskildara, ef vér gætum að ferðalaginu sjálfu. Tíminn, sem Katli þótti þegar of skammr, styttist um góðan mun við ýmsar athafnir, sem gerðar eru á sjálfan burtfarardaginn. Flosi lætr lesa sér tiðir á sunnudaginn, sezt síðan til borðs, sagði heima- mönnum sínum fyrir verkum, meðan hann væri brottu, og þá loksins er farið á bak. Sleppum nú því, að miklum hóp manna, er hver hefir tvo hesta, gengr í seinna lagi að komast áfram, enn þar á ofan býðr Fiosi þeim, að allir skuli biða, ef einhverjum þeirra dveljist, þar til bœtt sé. Fyrst ríða þeir nú á Kirkjubœ og fara þar í kirkju (i2Ó15), enn síðan riða þeir í þveröfuga átt norðr til Fiskivatna, þá i útsuðr á Goðaland, og síðan i vestr til að ná þ>rí- hyrningshálsum; enn þó vér sleppum því nú, hvað tíminn er stuttr, mundi sannarlega enginn maðr fara þá leið, ef hann ætlaði frá Svinafelli á þ>ríhyrningshálsa. Enn þrátt fyrir alla þessa króka komast þeir þó þegar um nónskeið á mánudaginn þangað, sem þeir ætla sér“ (bls. 167—ióg). „1 128. kap. er skýrt frá því, er Flosi kom áðr kvöldaði að Bergþórshvoli með menn sina, og leyndust þeir í dal einum í hvál- inum, til þess að bíða betri tíma með brennuna. Möbius hefir í orðabók sinni tekið þetta lorð fram með réttu, undir „hóll“, og þótt það undarlegt, og reynir til að þýða orðið (sjá ,.dalr“) með „skógarpetti“. Nú er lið Flosa 100 menn og 200 hestar, því hundrað voru brennumenn saman komnir (1243), og Flosi segir (i2444): Ekki mun eg liði auka úr því sem nú hefir gengit, og allir hafa tvo hesta fyrir sig (i2444). Slíkr manna og hesta sægr getr jafnilla leynzt í „vallicula in tumulo sita“, sem latn. útl. segir (dalverpi í hól- inn), og f skógarpetti á hóli nokkrum, eins og Möbius vill taka það; auk þess er enginn slíkr staðr til þar í héraði; vér eigum því hér að skipta við hinn stórkostlega ókunnugleik söguritarans, eins og svo oft vill til“ (bls. 170). „í engri íslenzkri sögu lagar sögumaðrinn sig svo mjög eftir lagamönnum sem í Njálu. Hann gerir sér upp skringilega og það beinlínis óskiljanlega vafninga til þess að koma lagagreinum að. J>annig er alt hið undarlega ráðabrugg um dularklæðin í 22. kap. smíðað og rakið til þess að eins, að koma stefnunni fram á til- hlýðilegan hátt. Svo er því og skrökvað upp, að J>órhallr Ás- grímsson hafi haft vont fótarmein, til þess að láta brennumál- in ganga í mót þeim, er klagað höfðu. Eyjólfr Bölverksson er upp- skrökvuð persóna o. s. fr. Svo er staðarlýsing landsins öll gerð öfug, til þess að Mörðr Valgarðsson geti komið fram margflœktu málastappsráðabruggi“ (bls. 610). — Eg gæti nú hugsað hér, að þeim mönnum, sem bæði hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.