Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 1
 Rannsókn í Rangárþingi og vestan- til í Skaftafellsþingi 1888 og 1885, einkanlega í samanburði við Njáls sögu. Eftir Sigurð Vigfússon, Af öllum þeim fjolda af sögum, er gerzt hafa hér á íslandi i fornöld, er óhætt að fullyrða, þegar á alt er litið í heild sinni, að Njáls saga er í fyrsta fiokki1; hún er yfirgripsmikil og viðburða- rík, við hana koma meira eða minna nær allir höfðingjar lands- ins, sem þá vóru uppi; ættartölur eru þar og miklar. Málið á sög- unni er snildarlegt, setningarnar stuttar og framsetningin Ijós yfir 1) þegar meta skal, hvað fornsögur vorar hafa til síns ágætis, þarf að skifta þeim í fiokka eftir gœðuni og efni, enn þó getr þetta að sumu leytl orðið álitsmál, því ein saga hefir það til að bera, sem önnur hefir ekki; þær sögur, er bezt lýsa þeim stöðum, er viðburðrinn gerðist á, eru því bezt lagaðar til rannsóknar. það er og annar aðaltilgangr þessa félags, að leiða rök að því, sem unt er, að þeir upphafiegu söguritarar hafi bygt á þeim frásögnum, er sannar vóru, enn ekki að það sé síðari tíma tilbún- ingr. það væri næsta kynleg ósamkvæmni, að þegar maðr sér það sem þegjandi vott, að staðarlegar lýsingar eru svo róttar í sambandi við við- burðina, eins og þær væru jafnvel ritaðar þegar þeir gerðust, enn viðburð- irnir sjálfir skyldu þó vera meira eða minna tilbúningr, og jafnvel ritaðir fyrst 2—300 árum síðar; ég hygg, að menn hefðu þá og leyft sér að »kríta liðugt«, sem komizt er að orði, um staðarlegar lýsingar; það má og ætla, að bæði innlendir og útlendir frœðimenn hefðu um síðir orðið leiðir á, þess konar sagnafrœði. Og konungar í Noregi hefðu þá ekki fengið íslendinga til að rita sögur þær, er þeir vildu vanda láta, hefði ekki sagnafœði þeirra verið í miklu áliti og þótt áreiðanleg; útlendir frœði- menn myndu þá heldr ekki hafa vitnað til þeirra í ritum sínum, eins og þeir gera. Enn það yrði of langt mál hér að fara lengra út í þetta efni. Hitt er annað mál, að nokkuð kann að vera aflagað í sögum vorum hjá síðari afriturum, og það er einmitt það, sem þarf að rannsaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.