Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 17
i7 það farið löglega fram, að því er séð verðr, enn alt í einu fékk það nokkuð undarlega og stórkostlega breytingu, sem þau mestu stórtíðindi gerðust af, sem eru í þessari sögu. Sá síðasti kafli í málinu, sem hér á eftir fylgir, er einkar-merkilegr, því hann mun sýna oss í réttri og upprunalegri mynd, hvernig hér fram fór eða gekk til við endalykt þessara miklu málasókna. „mörðr nemndi sjer vátta ok beiddi dómendr at dæma um mál þetta. þá mælti gissurr hvíti ‘fleira munt þú, mörðr, eiga at at gera; því at eigi munu fernar tylftir dæma eiga‘. flosi mælti nú við eyj- ólf ‘hvat er nú til ráða?‘ eyjólfr svarar ‘nú er ór vöndu at ráða, enn þó skulu vjer nú bíða — því at ek. get, at nú geri þeir rangt í sókninni; því at mörðr beiddi þegar dóms á málinu. enn þeir eigu at nemna ór dóminum sex menn, síðan eigu þeir við vátta at bjóða okkr ór at nemna dóminum aðra sex mann. enn vit skulum þat eigi gera; því at þá eigu þeir at nemna ór þá sex menn — ok mun þeim þat yfir sjáz. er þá únýtt mál þeira, ef þeir gera þat eigi; því at þrennar tylftir eigu um at dæma málit*. flosi mælti ‘vitr maðr ert þú, eyjólfr, svá at fáir munu standa á sporði þjer'. mörðr valgarðsson nemndi sjer vátta, ‘nemni ek í þat vætti', sagði hann, ‘at ek nemni þessa sex menn ór dóminum' ok nemndi þá alla á namn, ‘ann ek yðr eigi at sitja í dóminum. nemni ek yðr ór at alþingis- máli rjettu ok allsherjar lögum'. eptir þat bauð hann þeim flosa ok eyjólfi við vátta at nemna ór aðra sex menn ór dóminum, enn þeir flosi vildu eigi þá ór nemna. mörðr Ijet þá dæma málit. ok er dæmt var málit, þá nemndi eyjólfr sjer vátta ok kallaði únýttan dóm þeira ok allt þat er þeir höfðu at gört — fann þat til, at dæmt hefði hálf fjórða tylft þar sem þrennar áttu at dæma; ‘skulu vjer nú sækja fimmtardómssakar várar á þá ok gera þá sekja'. gissurr hvíti mælti þá við mörð valgarðsson ‘allmjök hefir þjer yfirsjez, er þú skyldir þetta rangt gera. ok er slíkt úgæfa mikil. eða hvat skal nú til ráða taka, ásgrímr frændi?‘ segir gissurr. ásgrímr mælti ‘nú skulu vjer enn senda mann jpórhalli syni mínum ok vita, hvat hann leggr til ráða með oss“. peir vildu þó enn ekki hætta við málasóknirnar, og ber það vott um það, hvað mikið traust menn báru þá til laganna, og að enn kynni að mega bjarga við málinu; enn þegar sendimaðrinn kom til þórhalls, og hann heyrði hvernig alt var komið, „at þeir mörðr valgarðsson mundu sekir görvir allir, enn eytt öllu vígsmál- inu“, brá honum svo við, að hann mátti engu orði upp koma, enn spratt upp úr rúminu, þreif spjót sitt og rak í gegnum fót sér, stökk út úr búðinni og alt upp til fimtardómsins, vann þar hið fyrsta víg, og varð þá bardaginn, sem kunnugt er. jpannig lykt- aði nú þetta mál. J>egar vér berum þennan síðasta kafla saman við Grágás, Kb. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.