Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Síða 24
24 hárit aftr um eyrun. hann var allra manna hermannligastr, ok kendu hann því allii* úsjenn. hann gekk sem hánum var skipat ok hvorki fyrr nje síffar. þeir gengu inn í búðina ok í innanverða. þorkell sat á miðjum palli ok menn hans alla vegu út í frá hán- um“. í Sturlungu kemr ekki fyrir, það eg man, þannig höfuðbún- aðr, sem Skarphéðinn hafði; hver öld eða tímabil hefir sín búnings- einkenni ; enn í vorum eldri sögum kemr hann fyrir ; hér er það sérstaklega tekið fram, að Skarphéðinn hafði ekki breytt göngu sinni ; það var og gamali hermanna siðr, að halda þannig reglu- legri göngu; hér nœgir nú ekki að segja, að þeir gengu inn í búð- ina, heldr er það til tekið, hvað langt þeir gengu innar eftir búð- inni. í liðsbóninni á undan brennumálunum, þegar þeir Flosi gengu til hlaðbúðar, þá segir : „þeir sá mart manna úti fyri búðinni. þar var einn maðr sá er hafði skarlatsskikkju á herðum sjer ok gull- hlað um höfuð ok öxi silfrrekna í 'nendi. bjarni mælti: hjer berr vel til, hjer er hann nú eyjólfr bölverksson, ef þú vill finna hann, fiosi. “ Hér er aftr sami höfuðbúnaðr ; gullhlað kemr fyrir í Lax- dœlu eða sami höfuðbúnaðr og rauðr kyrtill, eins og líka annar- staðar í Njáls s., þar er oft talað um búninga, bæði karl- og kvenn- búninga1. Hér er og betr enn í nokkurri annari sögu lýst, hvern- ig til hagar í Almannagjá, eðr þangað, sem þeir Flosi og Eyjólfr gengu, sjá Arb. fornleifaf. 1880—-1881, bls. 32. J>egar þeir Gissurr hvíti fóru í liðsbónina, gengu þeir fyrst til Ölfusingabúðar: „giss- urr hvíti gekk fyrstr, þá hjalti, þá kári, þá ásgrímr, þá þórgeir skorrargeir, þá bræðr hans. þeir gengu inn í búðina. skapti sat á palli. ok er hann sá gissur hvíta, stóð hann upp í mót hánum ok fagnaði hánum vel ok öllum þeim ok bað gissur sitja hjá sjer“. Hér gengu þeir allir eins og áðr. íþegar þeir fóru héðan gengu þeir til búðar Snorra goða, „ok gengu inn í búðina. snorri sat á palli í búðinni. hann kenndi þegar mennina ok stóð upp í móti 1) Annars þyrfti að taka alt það, sem heyrir undir kúltúr-söguna, í Njálu, og bera það fyrst saman við hið sama efni í öllum vorum merk- ari fornu sögum, og bera síðan þetta alt saman við Sturlungu og það, sem ritað er á síðari hluta 13. aldar; þá myndi mismunrinn koma í ljós, því 10. öldin og sú 13. hafa mjög mismunandi kulturhistorisk einkenni; því þykist menn finna 13. aldar einkenni á Njálu, þá myndi það ekki hvað sízt koma fram í þessu efni. því sem forngripafrœðinni (archeologíunni) viðkemr, sem er fornfrœðinnar önnur stóra hlið, má ekki ganga fram hjá, þegar um þetta er rœða. Eg veit vel, að svo sem tvö nöfn á slíku koma fyrir í Njálu, sem gætu borið keim af síðari tíma, enn sem mætti líklega fara nærri um, hvernig stendr á. Eg hefi að vísu nokkuð athugað þetta efni, og að miklu leyti safnað því saman, enn það yrði svo langt mál, að það hefði ekki rúm hér á þessum stað.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.