Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 33
33 og áðr, bls. 276, er vitnað bæði í Sæmund og Ara. Sá sem hefir ort konungatal, sem prentað er aftan við 10. bindið af Fornm. s., ber fyrir því Sæmund, alt um 10 konunga frá Haraldi hárfagra til Haraldar Sigurðssonar; höf. segir í enda þessa fyrsta kafla: „sem Sæ- mundr sagði hinn fróði“. Ari fróði ritar íslendingabók á tímabilinu 1122—1133, þó kynni að mega ætla heldr fyr enn síðar, því annars yrði það nokkuð undarlegt, að hann ekki skuli geta um kristinn rétt hinn forna þorláks og Ketils, sem einnig var ritaðr á þessu tímabili, Biskupas. I. Hungrvaka bls. 75. Snorri Sturluson segir um Ara, í formála fyrir Heimskringlu: „Ari prestr hinn fróði þ>or- gilsson Gellissonar ritaði fyrstr manna hér á landi at norrœnu mdli fræði bæði forna ok nýja; ritaði hann mest í upphafi sinnar bók- ar um íslands bygð ok lagasetning, síðan frá lögsögumönnum, hversu lengi hverr hafði sagt, ok hafði áratal fyrst til þess er kristni kom á ísland, en síðan alt til sinna daga. Hann jók þar ok við mörg önnur dæmi bæði konunga ævi í Noregi ok Dan- mörk ok svá í Englandi, eða enn stórtíðindi, er gerzt höfðu hér á landi, ok þykki mér hans sögn öll merkiligust; var hann forvitri ok svá gamall, at hann var fæddr næsta vetr eptir fall Haralds Sigurðarsonar. Hann ritaði, sem hann sjálfr segir, œvi Noregs kon- unga eptir sögn Odds Kolsonar Hallssonar af Síðu; en Oddr nam af J>orgeiri afráðskoll, þeim manni, er vitr var ok svá gamall, at hann bjó þá í Niðarnesi, er Hákon jarl hinn ríki var drepinn. í þeim sama stað lét Olafr konungr Tryggvason efna til kaupangs, þar sem nú er“. Og síðan segir: „Teitr son ísleifs biskups var með Halli í Haukadal at fóstri ok bjó þar síðan; hann lærði Ara prest, ok marga frœði sagði hann honum, þá er Ari ritaði síðan“. Enn segir í Heimskr. Olafs. s. helga bls. 450: „pessa grein kon- ungdóms hans ritaði fyrst Ari prestr f>orgilsson hinn fróði, er bæði var sannsögull, minnigr ok svá gamall maðr, at hann mundi þá menn ok hafði sögur af haft, er þeir váru svá gamlir, at fyrir aldrs sakir máttu muna þessi tíðindi, svá sem hann hefir sjálfr sagt í sínum bókum, ok nefnda þá menn til, er hann hafði fræði af numit“, sbr. ogFornm. s. 10. bd. bls. 289; bls. i34erog vitnað í Ara, og bls. 510. f>essi frásögn eða vitnisburðr Snorra Sturlusonar um Ara fróða er næsta merkilegr, og sýnir, að það hlýtr að hafa verið meira enn minna, sem Ari í fyrstu er höfundr að og Snorri hefir þekt, þó vér höfum nú ekki nema íslendingabók, sem honum með vissu verðr eignuð í sinni upprunalegu mynd, því annars hefði ekki Snorri lagt svo margvíslega áherzlu á ritverk Ara og fróðleik. Ari ritaði og fyrst eitthvað af Landn., og er það líklega eitt af því, sem Snorri á við, og þá Kolskeggr vitri þar eystra eða eftir hans fyrirsögn; hann lifði á sama tíma eða heldr fyrri. Landnáma segir um það, bls. 320 neðanm.: „eptir því sem fróðir menn hafa 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.