Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 10
ÍO óttaðist það samt, því hann gat búizt við að málið kæmi í fimt- ardóm (bls. 743). þ>egar þessu var lokið, sá Eyjólfr enga vörn í málinu, tók hann þá til þeirra neyðarúrræða, að láta Flosa selja goð- orðið af hendi, og fékk Flosi það þorgeiri bróður sínurn, enn sagðist í þingmeð Áskatli goða norðan úr Reykjadal. Eyjólfr sagði.aðef mótstöðumenn þeirra vissu ekki af þessu, mætti þeim að því mein verða, ef þeir þá sœktu málið í Austfirðingadóm, í staðinn fyrir í Norðlendingadóm, og að þá væri á þeim fimtardómsmál; segir hann, að þetta mál munu þeir upp taka, „enn þó at síðasta kosti“, bœt- ir hann við, því þetta hefir verið ólögleg aðferð, þar sem enginn mátti það vita, eins og sést af bls. 762, þegar forgeir tók við goð- orðinu og Flosi sagði sig í þing með Askatli, þá segir : „var þetta nú ekki á fleiri manna vitorði enn þeirra“. Grágás Kb. I. talar í 22. k. mikið um að spyrja að þingfesti manna; þar er sannarlega ekki mein- ingin að halda þessu leyndu : „Ef goþi dylsk við þingfesti þess manz er i þingi er með honvm. oc verþr hann vtlægr vm þat .iij. mork- vm oc or goðorþi sinv“. Eg skal láta það ósagt, hvort Mörðr hef- ir spurt að þingfesti Flosa, enn ekki stendr það í Njálu; vera má hann hafi álitið þess ekki þurfa, þar sem Flosi var höfðingi og goði í Austfirðingafjórðungi, og átti, óhætt að segja, stórbú að Svína- felli; enda sést það ekki af Grágás á þessum stað, að það hafi ver- ið beinlínis lagaskylda, sem ekki mátti víkja frá, enn það lá í hlut- arins eðli, að menn spyrðu að þingfesti, er menn álitu þess þörf. Að eitthvað hafi verið veilt við þessa aðferðþeirra Eyjólfs, sést og af orðum þórhalls, bls. 793 : „þ>ví at enn myndi þetta mál eigi þann veg farit hafa, ef ek hefða við verit“. Bæði þessar aðgerðir Eyjólfs og aðrar komu og fram þegar hann var dauðr, því þegar öllum málunum var slegið í sætt eftir bardagann á alþingi, og bœtt- ir þeir menn, er mest vóru verðir, nema þeir, sem með Flosa höfðu verið, þá var Eyjólfr lagðr ógildr „fyrir újöfnuð sinn ok rangindi“. Enn það þótti þó hin mesta vanvirða í þá daga, að hafa frændr sína óbœtta, enn þessi varð þó alsherjardómrinn um þann mann, er var af mestu ætt landsins, og sýnir það, að menn höfðu á þeirri tíð mikla tilfinningu fyrir lögunum, og vildu ekki láta beita þeim rang- lega. En þar á móti bœtti allr þingheimr Ljót son Halls á Síðu, og varð það ekki minna fé enn átta hundruð silfrs. Átta hundr- uð silfrs vóru eptir þá gildandi hlutfalli millum silfrs og land- aura sama sem 64 kúgildi (það má telja 6400 kr.). „Nú líðr þar til er dómar skulu út fara (142. kap.),bjoggu þeir sik þá til hvárirtveggju ok vopnuðuz1*. þeir gerðu hvárirtveggju „her- kuml“ á hjálmum sínum. f órhallr var heima í búð, því hann komst hvergi fyrir fótarmeininu1 ; bað hann þá föður sinn að fara að 1) Hinir háttvirtu höf. segja, að fótarmein þórhalls Asgrímssonar sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.