Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Side 21
21 vilja né viðleitni á þessu. “þannig’ stóðu menn hér betr að vígi með alt það, sem gerðist á alþingi, enn víðast hvar annarstaðar. þ>að var ekki erfiðara að læra málasóknirnar í brennumálunum og hafa þær rétt eftir, og yfir höfuð alt það, sem frarn fór á þinginu, heldr enn að læra lögin af munni lögsögumannsins frá lögbergi, og þó vitum vér, að þau eru að miklu leyti þannig til komin; það er sjálfsagt, að menn þurftu að læra lögin, enn ekki er hœgra að þá var spilt skildinum og kastað í »sýruker«. »Síðan lét Egill taka af búnaðinn ok váru tólf aurar gulls í spöngunum«. Tólf aurar fornir af skíru gulli = 24 lóð, er svo mikið gull, að úr þeim mætti mynta 93 tíukrónapeninga (sem er það sama sem 930 kr.). Slíkir vóru skrautgripir manna í þann tíma. Skrift þýðir á forníslenzku bæði málverk eða mál- aðar og útskornar myndir (lágmyndir) í tró, og einnig líkneskjur (Statuer), sem þessi dœmi sýna : »Ok þá er ek vilda færa dúk skrifara, at hann pentaði þar á líkneski Drottins míns«, Heilagramanna s. Chr. 1877, 2. bls. 290. »þat sumar lét Olafr gera eld-hús í Hiardarholti meira ok betra enn menn hafi sét; voru þar markadar á ágætar sögur á þili-vidin- um ok sva á ræfrinu, var þat sva vel smídat, at þá þótti miklu skraut- ligra er ei vóru tiöldin uppi.........þar var at bodi Ulfr Uggason, ok hafði ort kvædi um Olaf Höskuldsson ok um sögur þær, er skrifadar voru á eldhúsinu, ok færði hann þar at bodinu«, Laxdœla s. bls. 112 —114; nokkrar vísur eru enn til af kvæði þessu, sem prentaðar eru aftan við Laxdœlu; sést það, að eitt af útskurðinum hefir verið þór að vega að Miðgarðsormi: »Innmáni skein ennis« ö. s. frv.; í Snorra-eddu eru og til fœrðir ýmsir vísuhelmingar úr þessari drápu., Eldhús þetta hlýtr að hafa verið skrautleg bygging að innan, þar Úlfr, sem var gott skáld, fann ástœðu til að yrkja um það lofdrápu; sýnishorn af leifum úr mjög gömlum byggingum eru hér til á forngripasafninu, og er margt af því vel gert. Skrift þýðir og líkneskjur, eins og áðr er sagt: »Skriftin beygði þegar fingrinn at gullinu«. Marju s. Chr. 1871, bls. 1034. »1 þeirri sömu kirkju vóru þrjár eða fjórar líkneskjur vorrar frú Guðs móður Marie, fagrliga búnar með gulli, . . . var yfir sínu altari hver skriftin«, bls. 1036, (sjá og: »Supplement til Islandske Ordböger« 1879—1885 eftir dr. Jón þorkelsson, rektor við hinn lærða skóla). Enn er eitt dœmi úr sögu Haraldar konungs Sigrðarsonar (bls. 389 —393) um næstum frábæran kvæðafróðieik, og þó það ekki fram fœri á alþingi, skal ég nefna það hér, því dœmið er merkilegt: Stúfr _ Katt- arson, þórðarsonar, Glúmssonar, Geirasonar skálds, fór utan af Islandi til Noregs, því hann átti þar fjárheimtur. Stúfr var »blindr, vitr maðr ok skáld gott«. Stúfr tók sér vist með góðum bónda á Upplöndum. Haraldr konungr reið yfir land með flokk manna og kom til þessa bónda og hitti þar Stúf. »Konungr talaði margt við Stúf, ok veitti hann vitr- lig annsvör«; vildi konungr að hann sæti fyrir ádrykkju sinni um kveldið, og er menn gengu að sofa, þá bað konungur Stúf vera í því herbergi, er hann skyldi sofa, að skemta sér; hann gerði svo; enn er konungr var í sæng kominn, skemti Stúfr og kvað flokk einn, og er lokið var, »bað konungr hann enn kveða. Konungr vakti lengi enn Stúfr skemti, ok um síðir mælti konungr: hversu mörg hefir þú nú kvæðin kveðit ? Stúfr svarar: þat ætlaði ek yðr at telja eptir. Ek hefi ok svá gert, segir konungr, ok eru nú 30, eðr hví kveðr þú flokka eina, kantu ok engar drápur ? Stúfr svarar: eigi kann ek drápurnar færri enn flokkana, ok

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.