Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 6
6 um og lagasetningu, og lögin vóru þá höfð í mikilli virðingu og þekking á lögum* 1. Einhver sú mikilvgœasta lagasetning, sem gerð var í fornöld hér á landi, stendr og í sambandi við Njáls. s., nefnil. fimtardómrinn; hún er sú eina saga, sem bæði upplýsir oss um nær hann var settr og að mörgu leyti af hvaða þörfum, og lýsir honum. þ>að sést og af mörgu, að á þessum tíma eða frá því alþingi var sett og til 1030, hefir mikill hluti af Grágás orðið til eða myndazt, enn á því tímabili, sem eftir fór, hefir löggjöfin siðan þokazt hœgra áfram með jöfnu áframhaldi. Njáls s. sýnir oss á mörgum stöðum, og einkanlega i brennumálunum, að lög og réttargangr hafði þá þegar í því verulega náð mjög svo þeirri full- komnun, sem vér finnum það framsett í Grágás2. Fleiri af vorum fornu sögum bera og vott um þetta, t. d. Eyrbyggja, bls. ig, um „tólftarkviðinn“, og bls. 64 um „frumhlaUp“; Gunnlaugs s. ormst. bls. 206 um að „fastna sér konu“; Laxdœla bls. 136: ef kona er í „brókum ok setgeiri = karlfötum“, og bls. 210 um „landkaup“ eða hafa votta við það; Grettis s. bls. 20 um „at hverr eigi reka fyrir sinni jörðu“; og víðar mun mega finna slíkt i sögum vorum. þ>etta tímabil, sem hér rœðir um, var og fyrri glæsilegasti hlutinn af frægðartima íslands; þá gerðust allar hinar helztu fornsögur vorar, og frelsið var þá í sinum mesta blóma. þ>að er því engin furða, þó höfundr Njáls s. lýsi lögum og málasóknum meira enn nokkur annar söguritari gerir, þar sem flestir hinir helztu lagamenn eru henni viðkomandi, og ein hin merkasta lagasetning og aðalvið- burðir sögunnar standa í sambandi við málasóknirnar, sem enn mun sýnt verða. Eg er kominn á þá ætlun, að málasóknirnar í Njáls. s., t. d. i brennumálunum á alþingi, hafi upprunalega, þegar sagan var rituð, verið sem næst því þær lifandi munnlegu málasóknir, eins og þær í raun réttri fram fóru, og af Njáls. s. megi að miklu leyti læra og sjá, hvernig lögin bæði þá og síðar vóru, og hvernig alt fram fór á alþingi, þegar höfðingjar þreyttu lög af kappi miklu i stórmálum, og að lífið yfir höfuð á alþingi sé hér sýnt í sinni réttu nefndir eru í Landn., nefndir í öðrum sögum; munu þeir þó ekki #upp- skrökvaðir«. Enn hér er annað dœmi: Ljótr, son Halls á Síðu, er féll í þeim sama bardaga á alþingi, rétt eins og Eyjólfr, er ekki nefndr í Landn. j?ó er Klœngr biskup af honum korninn, enn einungis Melabók nefnir hann, af því hún þurfti að telja gegnum hann þessa ættartölu til Skálholts biskupa. 1) Sjá um þetta efni hjá Dr. juris. Y. Einsen dómara í hæstarétti í hans merkilega riti: »Om de Islandske Love i Fristatstiden. Kjöbenhavn 1873«, bls. 15, o. s. frv., bls. 146—147. 2) V. Finsen, bls. 147—148,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.