Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 20
20 og enn, að um þá viðburði og tíðindi, er gerðust hér á alþingi, þá hafa menn átt kost á, í minsta lagi fyrsta mannsaldrinn á eftir, meðan sjónar- og heyrnarvottar lifðu, að glöggva sig, bera sig saman og leiðrétta, ef eitthvað hefði kunnað að álítast rangt í frá- sögninni, þar sem menn komu saman á þessum sama stað á hverju ári; þannig áttu menn kost á að mynda hér rétta sögu; vér getum ekki vel ætlað frœðimönnum þeirrar tíðar, að hafa hvorki haft »at þú kunnir vel, er þú hefir af hánum numit, ok heldr mun þessi saga þér at gagni verða; skaltu með mér velkominn hvern tíma, er þú vill með mér vera«. Var hann með konungi um vetrinn, enn um várit fékk konungr honum góðan kaupeyri«, Fms. 6. bls. 354—356. — Eg hefi hér til fœrt alt aðalefnið úr þessari sögu, sem merkilegt dœmi upp á munn- lega sagnafrœði íslendinga í þann tíma, bæði á alþingi og í Noregi. Is- lendingr þessi hefir verið sögufróðr maðr, þó hann væri ungr, því ó- grynni af sögum hefir hann hlotið að kunna, eftir því sem sagan segir hvað lengi þær entust; sama er að segja um Haraldar sögu, hún hefir hlotið að vera mikil saga, þar hún entistí 13 daga^þegar henni var skipt niðr í kafla; enn hitt er ekki minna vert, hvað þessi Islendingr hefir kunn- að vel að segja frá, því annað hefir ekki þurft að bjóða Haraldi konungi, einkanlega þar sem um hans eigin sogu var að rœða; Haraldr konungr var þeirra tíma mentaðr maðr, og hafði fegrðartilfinningu á þess konar; hann var og skáld gott og þótti mjög gaman að rœða um skáld- skap. Annað dœmi bæði um sagnaskemtun og skáldskap á alþingi er í Egils s., bls. 205. Egill Skallagrímsson og Einar skálaglam hittust á alþingi og »rœddu um skáldskap. þótti hvárumtveggja þær rœður skemti- legar. Síðan vandist Einarr optlega, at ganga til tals við Egil. Gjörðist þar vinátta mikil. Einarr hafði litlu áðr komit úr för. Egill spurði Ein- ar mjök austan tíðinda ok at vinum sínum, svá ok at þeim, er hann þóttist vita at úvinir hans váru. Hann spurði mjök eptir stórmenni. Einarr spurði ok í mót Egil frá þeim tíðindum, er fyrr höfðu gjörzt um ferðir Egils, ok stórvirki hans, enn þat tal þótti Agli gott, og rœttist vel af. Einarr spurði Egil, hvar hann hefði þess verit staddr, at hann hefði mest reynt sik, ok bað hann þat segja sér. Egill kvað: . . . .« það er líklegt, að Egill hafi sagt Einari frá allri Vermalandsferðinni, því þar gerðust þau tíðindi, sem getr um í vísunni, enda má vera, að hann hafi sagt honum frá allri sögunni, bæði í Noregi og annarstaðar utanlands. Ekki er því að undra, þó Egils s. sé vel sögð, því líklegast er, að Egill hafi sjálfr sagt þá sögu, og haft eftir föður sínum um þá atburði, sem hann var ekki sjálfr við riðinn og gerðust fyrir hans daga; Skallagrímr er fœddrum851; þeir Kveldúlfr hafa kunnað frá mörgu að segja; og þá sagan gengið í ættinni eftir Egils daga. Einar hefir og getað sagt frá mörgum tíðindum úr Noregi, eftir að Egill fór þaðan síðast; hann var löngum utanlands með tignum mönnum, hann var sjálfr í Jómsvíkinga orustu og fleiri Islendingar. Einar var hirðmaðr Hákonar jarls ríka, og orti um hann kvæði, sem heitir »Vellekla«; jarlinn gaf Einari skjöld dýran, »var hann hin mesta gersemi. Hann var skrifaðr fornsögum, enn allt milli skriftanna vóru lagðar yfir spengr af gulli ok settar steinum«. Einar gaf Agli skjöld þennan síðar, því hann var örr maðr og drengr góðr og oftast þó félítill, enn skörungr mikill. Enn svo er sagt að fœri skjöldrinn síðar, að Egill hafði hann með sér í brúðför norðr á Víðimýri,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.