Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 14
*4 er um engan tilbúning1 að rœða. Sá upprunalegi söguritari hefir vitað, að það var porkell Geitisson, sem sendr var í þetta skifti, og það hefir fylgt frásögninni frá upphafi eftir sjónar- og heyrnar- vottum, enn um hina sendimennina, hvað þeir hétu, hefir sögurit- arinn ekkert vitað, og því hvorki viljað eða getað sagt nafn þeirra. Sama er að segja um þær fágætu og fornu lagagreinir, sem hér var þræta um, sem áðr er sagt, að það er ekki sennilegt, að síðari tíma söguritari hefði vitað þær, hefði þetta fyrst verið ritað, þegar lögin vóru farin að gleymast; sagan segir nú, að í þann tima muni enginn hafa vitað þær nema Njáll, Skafti og þ>órhallr. Eg efast og um það, að þeir eða sá, sem nú þekkir bezt hin fornu lög, fallist á það, að málssóknirnar eða lögin í Njáls s. sé beinlínis skrifað upp eftir Grágás, enda sést það einmitt af mörgu, að það ekki er, heldr sögn upprunalega eftir heyrnarvottum. Enn hitt er þó alljóst, að lagagrein sú, sem orðin var til um iooo og ekki var rituð í hin fornu Grágásar lög, að minsta kosti sem vér nú höfum, ekki getr hafa verið mönnum fullkunn á 13. öld, að þvi er séð verðr. þ>ar var frá horfið, að Mörðr hafði unnið eið að því við dóm- inn, eftir tillögu f>órhalls, að meiri hluti búanna væri rétt kvaddr. pessi fimm búa kviðr gekk þá að dóminum — enn fjórir vóru úr kvaddir, sem áðr er sagt — og báru á Flosa kviðinn og báru hann sannan að sökinni; síðan er málið sótt mótmælalaust; og er sókn- argögn öll eru fram komin, býðr Mörðr Flosa að taka til varna eða fœra fram lögvörn fyrir þetta mál. þ>á þykir Flosa gott i efni: „þat hlœgir mik nú, eyólfr, sagði flosi, í hug mér, at þeim mun í brún bregða ok ofarliga klæja, þá er þú berr fram vörnina“. Hér gerir Flosi enn ráð fyrir, að mótstöðumennirnir viti ekk- ert af þessu, og er það samkvæmt því, sem áðr er sagt. 143. kap.: „Eyólfr bölverksson gekk þá at dómi ok nemndi sér vátta ,í þat vætti', sagði hann, ,at sú er lögvörn máls þessa, at jer hafit sótt málit f austfirðingadóm, er sœkja átti í norðlendinga- dóm; því at flosi hefir sagz í þing' með áskatli goða. eru hér nú hvárirtveggju váttarnir, þeir er við váru, ok þat munu bera, at flosi seldi áðr af hendi goðorð sitt þórgeiri bróður sínum“ o. s. frv. Fœrði Eyjólfr fram þessa lögvörn fyrir málið og ónýtti sök þeirra, og varði „goðalýriti“ að dœma o. s. frv. Hér var þá eiginlega brennumálunum lokið eða eytt, enn út af rangindum, sem í frammi vóru höfð, hlauzt nú fimtardóms- mál. f>að er athugavert hér við, að þegar þessi vörn er borin fram, nefnir sagan ekkert, að alþýðan eða þingheimr hafi tekið undir eða lagt neinn dóm á þetta, eins og áðr var vant að vera, hver sem sýndist betr hafa í svipinn. J>etta virðist og vera eðlilegt, því hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.