Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 5
5 mentun og’ þekkingu á Njáls s. í heild sinni, kunni að sýnast, að hinir háttvirtu höf. hafi tekið heldr „djúpt í árinni“, og þær sann- anir, er þeir byggja á, heldr léttvœgar; þessu verðr og heldr ekki neitað; enn á hinn bóginn verð eg að álíta, að slíkir dómar og orðatiltœki, samkvæmt því, sem þetta er úr garði gert, sé ekki svo þýðingarmikið fyrir söguna. Eg ætla mér því ekki að gera þetta álit höfundanna hér að sérstöku umtalsefni, enn vona að menn geti séð af eftirfylgjandi ritgjörð, eða þeirri reynslu, sem eg hefi fengið af Njáls s. um staðarlegar lýsingar, í sambandi við viðburðina, að þessu máli er alt öðruvisi farið, og að Njáls s. er á rökum bygð, enn ekki eins og höfundarnir álíta. Hvað lögum og málasóknum i Njáls s. við kemr, og saman- burð á þeim við Grágás, þá er það að nokkru leyti annað efni, og þarf sérstakrar rannsóknar við; höf. hafa talað mikið um þetta mál, enn slept þó því sem einna þýðingarmest var, og það er að rann- saka nákvæmlega öll þau handrit, sem til eru af Njáls s., og taka það úr þeim, sem réttast kann að vera og bezt á við, enn þeir hafa borið Njáls s. i þessu efni einstrengingslega saman við Grá- gás, og að mörgu leyti án þeirrar rannsóknar, sem máli þessu hefði getað orðið til upplýsingar, þótt eg hins vegar játi, að ýmsar athugasemdir þeirra séu skarplegar. Ef rúmið leyfir, skal eg síðar í ritgjörð þessari taka annað sýnishorn eftir þá háttvirtu höfunda. það er heldr ekki ætlun min, að fara langt og nákvæmlega út í lögin í Njáls s., því hvorki þykist eg svo mjög til þess fær, hefi og ekki í höndum öll handrit sögunnar, er til þess þyrftu; enda er það ekki aðaltilgangr minnar rannsóknar. Enn áðr enn eg byrja á öðru efni, vil eg þó minnast lítið eitt á þetta mál yfir höfuð. og þá draga saman í eina heild höfuðefnið í málinu út af vígi Höskuldar Hvítanessgoða og málasóknunum út af Njáls brennu, til þess að fá stutt yfirlit yfir það; enn þeir, sem vilja kynna sér það nákvæmar eða orð fyrir orð, eiga kost á því í sögunni sjálfri. Á því tímabili, sem Njáls s. nær yfir, eru flestir af þeim mestu lagamönnum uppi, er nokkurn tíma hafa verið á íslandi í fornöld, að fráteknum þórði gelli; þeir eru allir við riðnir málefni sögunnar: Mörðr gígja, Njáll, Skafti lögsögumaðr J>óroddsson, þórhallr Ásgríms- son, Eyólfr Bölverksson1. þá höfðu menn mjög mikinn áhuga á lög- 1) Hinir háttvirtu höf. segja, að Eyólfr Bölverksson sé »uppskrökv- uð persóna«, enn reyna þó ekki til að sanna það með einu orði. það er sjálfsagt, að Eyjólfr er ekki nefndr í Landnámu, enn Bölverkr faðir hans er þar nefndr, af því taldar eru til hans merkar ættir frá öðrum börnum hans; enn Eyjólfr féll ungr og átti ekkert barn, að því er séð verðr, og því er hann ekki nefndr; ekki eru heldr allir menn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.