Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 7
7 mynd; þetta sýnist mér sagan ljóslega bera með sér1. í Njáls s. má og finna ýmislegt í lögum, sem gleymzt hefir að setja í hin skrifuðu Grágásar lög, og skal eg hér til nefna eitt dœmi, um „níu- búakviðinn“, Njáls s. 1875, bls. 778—780: Eyjólfr Bölverksson vildi ryðja tveimr mönnum úr kviðinum, og nefndi þá báða á nafn, „fyrir þá sök, at it eruð búðarsetumenn enn eigi bœndr, ann ek ykkr eigi at sitja í kviðinum; því at nú er rjett lögruðning til ykk- ar komin“. þórhallr Asgrímsson sagði þar á móti: „at annarr þeirra bjó við málnytju, og hefir bæði kýr ok ær at búi, enn ann- arr á þriðjung í landi því er þeir búa á, ok fœðir sik sjálfr, ok hafa þeir eina eldstó ok hinn er landit leigir ok einn smalamann“. þ>á var lögsögumaðr aðspurðr, og sagði hann, „at þetta væri at 1) Hitt getr verið svo eðlilegt, og þarf engum undarlegt að þykja, þó að eitthvað í lögunum og málasóknum kunni að hafa afiagazt eða breyzt hjá afriturunum, og enda fallið burt af ógáti, þar sem sagan var rituð upp mann eftir mann um svo langan tíma, og enginn kann að vita hvað oft. því af Njáls s. eru enn til víst um 50 handrit eða handrita- brot, og því meira, sem til var, því meira gat glatazt. Hitt er enn fremr eðlilegt, að hjá afriturunum kunni að hafa smeygt sér inn éin- hverjar smávegis hugsanir af norskum lögum, sem hér á Islandi fóru að verða mönnum kunn á 13. öld, enn þar á móti hin fornu lög farin að gleymast; jafnvel á Sturlungatíð var komið virðingarleysi fyrir lögunum; menn beittu sjaldan lögunum nema við smásakir; hin mörgu og stór- kostlegu manndráp og brennur voru ekki útkljáð með lögum, heldr stund- um, þegar bezt var, lögð í gjörð eða sætt, enn það allra stórkostlegasta varð ekkert ráðið við, gætu menn ekki fram komið nýjum hefndum; þannig var nú þetta orðið breytt frá því á Njálu dögum og þangað til á 13. öldinni. (Sjá Dr. juris V. Finsen »Om de Islandske Love i Fristats- tiden«, bls. 140—141; sjá og V. Finsen »Forerindring« framan við Skál- holts bók, bls. XXXIII—XXXIV). þeir, sem rituðu upp sögurnar síðar, voru og oft vanir að bœta við ættartölurnar alt fram til sinna daga; það getr því ekki sannað, nær sagan var rituð upprunalega eða eitthvað af henni, heldr einungis hitt, nær hin síðasta hönd var á lögð; þeir höfðu og til að skjóta inn vísum, er síðar voru ortar um viðburðinn. Eg held þvl, samkvæmt því sem ég hefi áður oft minzt á, að missmíði þau, sem bæði kutina að finnast á Njáls s. og öðrum vorum merkustu sögum, séu afriturunum að kenna, enn ekki þeim sem fyrst rituðu sögurnar; enn það er auðvitað, að undantekningar hafa hér getað átt sér stað, að þeir hafi ekki ætíð vitað alt það rétta, eða eitthvað hafi kunnað að aflagast þangað til sagan var fœrð í letr, einkanlega væri þetta svo eðlilegt stund- um, hvað tímatali viðkemr; enn í heild sinni hafa vorir beztu sagna- ritarar leitazt við að leiða í ljós sanna viðburði, og maðr hlýtr oft að undrast, hvað þeir segja nákvæmlega og rétt frá. það er þessi reynsla, er ég hefi fengið af þeim tilraunum, sem ég hefi gert á nokkrum undan- farandi árum; hún er sjáfsagt miklu minni enn þyrfti; þó hefi eg leitazt við að rannsaka meira’ eða minna 14—15 af vorum merkustu sögum, og grafið upp 30 mannvirki forn, sem öll hafa þó gefið upplýsingar; enn jafnvel þó að reynsla þessi sé enn of lítil, þá hefi ég samt við þetta alt í heild sinni sannfœrzt um ými^legt, sem eg hafði mjög óljósa hugmynd um áðr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.