Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 40
40 virðingamenn með stóncm gjöfum á brott leystir1. Klœngr biskup lét prýða kirkju þessa sem bann mest mátti, „hann lét gjöra gull- kaleik ok setja gimsteinum ok gaf kirkjunni'1', Biskupas. I. bls. 80—83. 1309, á dögum Arna biskups Helgasonar (1304—1320) brann kirkjan í Skálholti, „þar brunnu XIV silfrbollar, oc margir dýr- gripir, oc margra manna eignir, svo nálega var ei eptir nema kol oc aska; einnig klukkr oc bækr, oc mestallr húsbúnaðr staðarins. Kaleikum varð bjargat, XVIII höklum, hinum beztu bögulum, skríni hins heilaga porldks með hans helgum dómi, oc öðru skríni litlu“. Espól. Árb. I. bls. 28. Nú líðr og bíðr í 217 ár (að því er Espólín segir III. bls. 64), þangað til á dögum Ogmundar biskups Pálssonar, 1521—-1542, þá brennr Skálholtskirkja enn, Espólín setr það 1526, og á „þ>ing- maríumessu sjálfa“. Karlar vóru flestir á þingi með biskupi, enn þeir sem heima vóru og klerkar á staðnum og konur „komu und- an bókum, oc mestöllum messuskrúða; er þat mál manna, at tvær konur hafi borit úr kirkjunni bríkina miklu oc porláksskrín með öllum búnaði oc þóttu jarðteikn“. f>ar sem menn fengu ráðrúm til að bjarga bríkinni miklu, f>orláksskríni, bókum og mestöllum messu- skrúða, þá má telja víst, að þar með hafi verið gullkaleikrinn, því hœg- ast var þó að bjarga honum, og mönnum hefir og verið umhugað að bjarga slikum dýrgrip. þ>að er og sennilegt að ætla, að 1) það mætti jafnvel skilja þetta þannig, að Klœngr biskup hafi ekki verið búinn að hugsa sér eða ákveða þetta boð áðr, handa öllum þess- um mannfjölda, því þar segir: »Enn eptir tíðir bauð Klœngr biskup öll- um þeim mönnum, er við kirkjuvígslu höfðu verit, at hafa þar dagverð, þeim er sér þótti þat betr gegna, ok var þat enn gjört meir af stór- mensku enn fullri forsjá«. Enn undir öllum kringumstœðum var boð þetta stórmannlegt, og mest er þó vert um gjafirnar; enn þetta hlýtr þó að vera satt, þar sem Hungrvaka er rituð eftir fyrirsögn Gissurar Hallssonar, eins og ég hefi áðr getið hér að framan í kaflanum um Njálu. Erfi Höskuldar Dalakollssonar kann nú sunaum að þykja œrið stórkost- legt, þar sem vóru 9 hundruð manns (sjá Arb. fornleifafél. 1882, bls. 82 —89); enn það er aðgætandi, að þeir vóru 3 um það brœðrnir, og tekið af 2—3 stórbúum, og þeir höfðu búið sig undir það í hálft ár eða meir. Lifandi peningr var hér ákaflega mikill í fornöld, og fram eftir miðöld- unum; hefi ég sýnt þess konar dœmi; enn menn gerðu minni kröfur í stórveizlum í fornöld enn nú með snæðing, og má sýna þess dœmi. f>að þykir mikið sem segir í Landn., að þorsteinn rauðnefr taldi 20 hundruð sauðfjár úr rétt á haustum, enn Espólín segir, Arb. II. bls. 63: »Sigurðr prestr Jónsson í Hítardal (um miðja 15. öld) er sagt að ætti Beitabergs- rétt fulla á haustum af sauðfé, enn lógað því er af gekk réttinni, ok hafi sauðrinn verið 20 hundruðn. Hann segir og: »Stephán biskup í Skálholti átti sjálfr þegar hann dó (1518) 400 tólfrœð hesta«, Espól. Árb. III. bls. 67. Margt mætti fleira upp telja öllu þessu efni til sönnun- ar, enn hér er ekki tími til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.