Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 34
34 skrifat, fyrst Ari prestr hinn fróði J>orgilsson, og Kolskeggr vitri“ o. s. frv. um þá, er síðar rituðu Landn. og juku við. J>annig stendr nú á þeirri sögu, og líkt hygg ég muni vera með fleiri af forn- sögum vorum. Eyrbyggja vitnar og til Ara, bls. 8, um kvonfang £>órólfs mostrarskeggs, og Laxd., bls. 8, um líflát forsteins rauðs, og bls. 330—332 um aldr Snorra goða og andlát hans, miðað við fall Olafs konungs helga. Nú kemr þá það, sem stendr í ritgjörð- inni um stafrofið, Snorra Edda Khöfn 1852 II. bls. 12: „Nú eptir þeirra dæmum, allz vér erum einnar tungu, þó at greinzt hafi mjök önnur tveggja eða nokkvat báðar, til þess at hægra verði at rita ok lesa, sem nú tíðist ok á þessu landi bæði lög ok áttmsi, eða þýðingar helgar, eða svá þau hin spakligu fræði, er Ari £>orgilsson hefir á bækr sett af skynsamligu viti, þá hefir ek ok ritað oss ís- lendingum stafrof“, o. s. frv. J>etta ætla menn ritað um 1140. Hér sýnist því höf. hvorki hafa haft í huga eða höndum rit Sæ- mundar fróða, og gæti það margvíslega verið, sem ég skal ekki tala um að sinni, nema svo sé, eins og sumir hafa ætlað, að Sæ- mundr hafi ritað á latínu og höf. hafi ekki tekið tillit þess, þar sem hann var að til búa stafrof , til þess að hœgra yrði að rita og lesa íslenzk frœði. það væri nú reyndar ekki ólíklegt, að Sæmundr hafi ritað á latínu, til þess benda jafnvel orð Snorra Sturlu- sonar: „Ari prestr hinn fróði f>orgilsson Gellissonar ritaði fyrstr manna hér á landi at norrœnu máli fræði bæði forna ok nýja“. í>ar sem segir að Ari hafi ritað fyrstr manna hér á landi at nor- rænu máli, þá er sem eitthvað ha.fi verið áðr ritað hér á öðru máli; þeir Oddr munkr og Gunnlaugr munkr rituðu báðir á latínu sína söguna hvor af Ólafi konungi Tryggvasyni, og var það þó miklu síðar á öldin'ni; eru til tvær útleggingar af sögu Odds, enn hin töpuð. Gissur Hallsson ritaði og bók á latínu um Rómferð sína eða ferðir í suðrlöndum, sem hét: „Flos Peregrinationis“, sem og er töpuð (Sturlunga VII., 15. k., bls. 206). Getr þannig verið um fleiri bæði fyrr og síðar. Sá, sem ritaði Noregs sögu næst á eftir Ara, var Eiríkr Odds- son; hann reit bók, sem hét „Hryggjarstykki“, um Harald gillaog syni hans, Magnús blinda og Sigurð slembi og alt um dauða þeirra. f>egar nú þessir frœðimenn rituðu meira eða minna úr Noregs sögu, þá er líklegt, að þeir hefðu ekki lagt minni stund á að rita sögur síns eigin lands að því þeim var unt, og enda að þeir hefði gert það fyrst, enn ekki að það hefði verið geymt fram á síðari hluta 13. aldar að rita um merka viðburði, sem gerðusthér á landi í fornöld. Eg gæti nú hugsað mér, að fleira af fornsögum vorum væri „spunnið af toga“ þeirra Sæmundar og Ara, enn beinlínis verðr nú með rökum sannað; báðir hafa þeir hlotið lofsorð mikið fyrir fróðleik sinn, og fengið auknefnið „fróði“,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.