Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Blaðsíða 35
35
/
enn til þess þurfti meira enn lítið, því margr var munnlega sagna-
fróðr í þá daga. Kolskeggr er oftast nefndr „fróði“, enn hann
sagði fyrir landnámum á Austrlandi (Landn. bls. 249). Styrmir er
og nefndr „fróði“; hann ritaði Landn., (Landn. bls. 320. Snorri Sturlu-
son er og stundum kallaðr „fróði“, enn nú er það kunnugt, að mikið
liggr eftir hann. Eg ætla mér nú ekki að leitast við að telja upp
alt það sem ritað var á 12. öldinni, enn ég skal nefna eitt dœmi
um bókagerð á fyrri hluta 12. aldar, nefnil. það sem segir um
Klœng biskup Runólfsson (1102—1176); hann var á Hólum fyrra
hluta æfi sinnar og hélt skóla áðr enn hann varð biskup, 1152,
Biskupas. I. Jóns s. biskups eftir Gunnlög munk, bls. 241: „hafði
hann (Klœngr) marga vaska lærisveina undir sér, ritandi bœkr
margar ok merkiligar, þær sem enn sjást at Hólum ok víða
annarstaðaril\ Jóns s. hin elzta segir og um Klœng, eftir það að
hann var orðinn biskup, bls. 168: „ok prýddi hann þann stað
með sinni bókagjörð“. Vera má nú að ætla megi, að þetta hafi
alt verið helgar bœkr eða þýðingar, enn þó er það ólíklegt, því
Klœngr biskup var heimsmaðr mikill að sumu leyti; hann var bæði
laga- og málafylgjumaðr mikill, Biskupas. Hungrv. bls. 82: „Klœngr
biskup var svá mikill málafylgismaðr, ef hann var at sóttr til á-
sjár, at hann var bæði höfðingi mikill sakir vizku og málsnilli; hon-
um váru ok landslögin í kunnara lagi. Af því höfðu þeir höfðingj-
ar allan hlut mála, er biskup var í fylgi með; var og engin sú
gjörð um stórmál, at eigi væri Klœngr biskup til hverrar tekinn“.
Enn hvers konar bœkr sem þetta hafa verið, sem Klœngr rit-
aði, þá sýnir þetta þó það, að menn vóru þá teknir að rita, og
ritlistin var þá þegar komin á framfara stig. J>að verðr því ekki vel
skiljanlegt, hvers vegna menn hefðu látið einmitt íslenzkar forn-
sögur „búa á hakanum“ á 12. öldinni, og ekki hugsað um að rita
þá viðburði, er hér gerðust, þar sem menn þá rituðu um annað.
Nú segir með berum orðum i formála fyrir 4. b. af Fornmanna-
sögum: „f>at var meirr enn 2 hundruð vetra tólfræð (‘tírœð' hefir
nú eitt handrit neðanm.), er ísland var bygt, áðr menn tæki hér
sögur at rita, ok var þat löng æfi“, o. s. frv.* 1 Höf. þykir nú þetta
langr tími; það er og rétt; enn hvað skyldi hann segja, ef hann
vissi þeirra skoðun nú á dögum, sem ætla þennan tíma alt að
helmingi lengri, t. d. eins og menn gera sér í huga um Njáls s. og
enda fleiri sögur? Höf. formálans ber og hinum fyrri frœðimönn-
1) það kynni nú að mega skilja þetta svo, að höf. hefði einkum haft í
huga norrœnar sögur, enn ég held hann eigi hér við sögur yfir höfuð, bæði
um ísland og um Noreg, ella hefði hann tekið það ljóst fram; höf. erog
1 fyrra hluta formálans búinn að tala um íslenzka sagnamenn, og segir
um Ara fróða, að það væri eigi undarlegt, þó hann væri sannfróðr að
fornurn tíðindum #bæði hér ok utanlands, at hann hafði numit af göml-
um mönnum ok vitrum«, o. s. frv.
5*