Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 19
21 XII. í Reynisdal. Fyrir ofan tún í Reynisdal er kringlóttur hóll, flatur ofan, og vottar þar fyrir kringlóttri girðingu, nál. 5 faðmaí þvermál. Mun það vera einn af þessum hringum, sem munnmæli nefna dómhringa og lögréttur og tilheyra fornum þingstöðum, sem flestir munu eldri en alþingissetning. Hér sjást þó engar búðatóftir. En það er ekki að marka, því hjá hólnum heflr verið grætt út tún og sléttað. Gfátu þá vel eyðilagst óglöggvar forntóftir án þess eftir þeim væri tekið, Magnús bóndi Finnbogason í Reynisdal heflr haldið hlífskildi yflr hringnum og heldur því áfram, því hann er vel að sér og forn- leifavinur. XIII. í I'órisholti. Mér var sýndur haugur Þóris landnámsmanns í Þórisholti í Mýr- dal. Haugurinn er þar norður á túninu og er eigi alllítill. Er djúp laut alt í kringum hann, eins og hann sé mokaður upp úr henni. Að ofan er hann því líkastur, sem hann hefði fallið ofaní sjálfan sig. Þó er þúfa í miðjunni. Fyrir nokkrum árum var grafin 4 al. djúp gröf ofan í þúfuna. En ekkert var þar að flnna, og enginn vottur sást til mannaverka. Svo sagði mér Einar bóndi í Þórisholti, greindur maður, er stóð fyrir greftinum. — Sunnar á túninu er Ilu- haugur. Hann er likur Þórishaug, en allur minni og engin laut sést í kring um hann. Ila á að hafa verið kona Þóris. Nafnið mun vera viðurnefni og þó helzt ambáttar. En vel gat Þórir gefið ambátt sinni frelsi og tekið hana síðan til konu. Og hvað sem um það er, þá lita haugarnir út fyrir að vera mannaverk. Þeir eru svo einkenni- legir. XIV. Bæjarstaður hjá Sólheimum. Það er sögn manna, að landnámsbærinn Sólheimar hafi staðið þar, sem nú heitir Bæjarstaður, i dálitlu dalhvarfi sunnan í Sólheimanesi. En svo nefnist hæðarskagi, er gengur fram milli Eystri- og Ytri Sólheima. Sögnin segir, að bærinn hafi verið færður undan jökul- hlaupi. Og síra Jón Steingrímsson segir svo í eyðibýlaskrá sinni, (Safn til s. Isl. IV. 52): »Bæjarstaður, sem heflr verið mikið stór bær í Sólheimanesi, sem húsa- og tótfagirðingar þar sýna, þar fóru allar slægjur af í einu jökulhlaupi 1263«. — Inn úrdalhverflnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.