Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Qupperneq 20
22 ganga tvær lautir, og er bæjarrústin framan i balanum á milli þeirra. Vestast eru 2 tóftir 7 faðma langar, er liggja samhliða frá austri til vesturs. Framveggur hinnar syðri er eigi fornlegur að sjá, en ofan í hina aftari virðist sem minni tóft hafi verið bygð. Þar er því alt óglöggvara. Við austurenda þessara tófta er óglögg tóft, eigi stór, er virðist snúa norður og suður og hafa dyr á suðurgafli. Má vera að þetta hafi verið bæjardyr og þaðan dyr i’nn um austurgafla hinna samhliða tófta. En ekki gat eg séð það með vissu. Austanmegin við þessa tóft er önnur stærri, er einnig hefir dyr mót suðri, en ligg- ur ekki til norðurs, heldur til norðausturs. Hún er 7 fðm. breið. Hún er miklu fornlegri og niðursokknari en hinar. Frá henni liggur fornt garðlag austur í eystri lautina, en síðan ofan eftir henniniður á jafnsléttu. Þar hverfur hann í norðurendann á afarfornlegri tóft, sem er 15 fðm. löng og 2x/2 fðm. bi’eið. Dyr heflr hún á suðurenda, en miðgafl svo sem 10 fðm. fyrir innan dyrnar. Þessi tóft er svo niðursokkin, að athygli þarf til að koma auga á hana. Miðgaflinn bendir til þess, að þetta hafi verið íbúðarhús og er þá líklegast, að þar hafi landnámsmaður bygt. — Fyrir framan alt dalhvarfið er fornt garðlag. Framan við það er, í eystri brekku dalhvarfsins, ferhyrnd girðing nál. dagslátta að stærð og i henni sem næst miðri er dálítil tóft. Miðgafl skiftir henni í tvær tóftir. Það hefir líklega verið þrælsgerði. XV. Hellar í Mýrdal. Fyrir innan túnið á Stóru-Heiði í Mýrdal kemur fram lækur, og eru háir þursabergsbamrar að norðanverðu við hann. í þeim eru 3 hellar hver hjá öðrum. Þeir eru allir hver öðrum líkir að því leyti, að þeir eru að framanverðu holaðir eftir sjó, en að innan- verðu höggnir af mönnum. Hinn stærsti þeirra er meir en 20 al. larigur, 5. ai. víður og 3 lj4 al. hár. Hann er fallega hvelfdur að innanverðu. Hann heitir Loddi. Er sagt hann beri nafn fornmanns þess, er hafi höggvið hann og búið í honum, hann hafi heitið »Loddi«. Hesthellir heitir næst stærsti hellirinn. Þar á Loddi að hafa haft reiðhest sinn. Minsti hellirinn er hærra uppi í berginu. Hann var geymsluhús Lodda. I túninu á Stóru-Heiði fyrir sunnan bæinn er kringlótt dæld, nær 5 fðm. í þvermál og er þúfa í henni miðri. Dældin heitir Loddapottur. Loddi á að hafa fólgið fé sitt í þúfunni. Þar er þó eintóma möl að finna. Nafnið »Loddi« gefur bendingu um, að eitthvað muni tilhæft í sögninni, Virðist það afbökun, annaðhvort úr »Loðmundur« eða úr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.