Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Page 23
25 örfoka auðn. Þar fundust í september síðastliðnum 2 fornlegir gripir úr járni; var annar hnífsblað með tanga, er rekinn hafði verið upp i skaft, en skaftið auðvitað fúið af; hinn var flatt járn með tanga, sem og mun hafa verið rekinn upp í skaft, og eru 2 allskarpar beygjur á; má vera að þetta hafi verið pottskafi1). Nokkru fyrir norðan Helgastaði fellur Sandmúladalsá í Skjálf- andafljót austanmegin; dregur hún nafn af dal þeim er hún rennur eftir, en dalur sá hefir nafn sitt af múla þeim, sem er á milli fljóts- ins og árinnar; verður þar langt og mjótt nes milli þessara vatns- falla. I þessu nesi, norðan í múlanum, er forn bæjarrúst örblásin og vottar lítt fyrir veggjum, enda er þar sandur mikill. D. Bruun hefir ekki orðið áskynja um þessa rúst, og engin munnmæli eru til um það, hvað sá bær hefir heitið, er hér hefir staðið. Eru líkur til að hann hafi heitið í Sandmúla. Hinumegin við Sandmúladalsá blasir við Hafursstaðahlíð og hefir bærinn Hafursstaðir staðið þar (sbr. ritg. Bruuns); fram með fljótinu, undir hlíðinni heita Hafurs- staðaeyrar. Um það hefir gangnamönnum o. fl. verið kunnugt lengi, að sraágripir ýmsir fyndust í rústunum í Sandmúla. Haustið 1908 tíndi einn af gangnamönnum ýmsa gripi úr rústunum og hafði með sér. Maður þessi er nemandi í mentaskólanum, Erlendur Þórðarson að nafni, frá Svartárkoti. Sýndi hann mér gripi þessa 25. júní síðastl. og keypti Forngripasafnið þá. Voru gripir þessir vefjarskeið úr hvalbeini, orðin mjög gölluð, um 42 sm. (16") að lengd, en má vel hafa verið alt að því helmingi lengri; steinbolli (»blótbolli«) eða bollasteinn, flatkúlumyndaður og lítið eitt (2 sm.) lengri á annan veginn, þ. 7 sm., 1. 14,5 sm., br. 12,5 sm. Bollinn er í miðju á annari (breiðu) hliðinni og er að þvermáli efst 5,5—6 sm., nær því hálfkúlu-skálmyndaður; lítið skarð er á barminum á einum stað. Dýpt bollans er 2 sm. í miðju. Þetta er að minni ætlan vafalaust forn steinlampi2). — Ennfremur hnífblað með mjóum tanga aftur úr; litill öngull úr járni, járnnagli (1. 7 sm.), 2 greiðubrot úr beini, brot af snúð úr rauðum steini, brot af rafperlu, blá glerperla, hvít bein- perla, grár steinn, fremur linur, flatur annars vegar en kúptur hins vegar, sporbaugsmyndaður og er gróp í röndina umhverfis ;* *vera má að hann hafi verið kúptur beggja vegna, þá er hann var smíðaður, og hafi flagnað af honum annars vegar, kann hann þá að hafa verið sökkusteinn (sakka) á silungadorg. ') Nokkuð áþekt nr. 413 í 0. Rygh, Norske Oldsager Chria 1885. *) Shr. Árb. ’08, hls. 39-40. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.