Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1909, Blaðsíða 34
36
I
Orðaskil eru táknuð raeð tveim deplum viðast hvar; þar sem
orðaskil og línuskil fara saman er deplum víðast slept: 2. 1., 8.1. og
10.—13. 1. Aftan af 14. 1. hefir kvarnast lítið eitt svo að þar geta
deplamir verið horfnir, en að likindum hafa þeir aldrei verið settir
þar; aftur á móti eru deplarnir aftast í 9. 1., 15. 1. (sá efri brotinn
úr?) og 17.—18. 1.; og fremst I 8. 1. Aðeins 1 depill er fyrir aftan
ÞAN í 10. 1., milli orðanna í 13. 1. og fyrir aftan SINY í 16. 1., en í
báðum síðari tilfellunum getur verið að leturhöggvarinn hafi að eins
gleymt að setja efri depilinn. Fyrir aftan SIG í enda 15. 1. er og
að eins 1 depill, en þar sem sá efri ætti að vera hefir kvarnast úr
rönd steinsins.
E-hljóðið er táknað alstaðar með E, nema í orðunum HVILER
(1.—2.) og GVDE (5.-6.) þar er svipað merki og griski stafur-
inn epsilon. Merkið fyrir ó-hljóðið er svipað réttum skáhyrning
(romboid), en ekki hringmyndað né sporaugsmyndað eins og
venjulegast er; í OCT (10. 1.) er það sem bogar, er hvolfast saman
og mynda odd að ofan og neðan. Merkið fyrir æ-hljóðið er hér
öfugt, belgur vinstra megin við A-ið, en ekki hægra megin. í
FROMA (2.1.) hanga M og A saman. Tvöfalt (eða langt) n-hljóð er tákn-
að með N í orðunum KVINA (í 3. 1.) og ÞAN (10. 1.). Endingin -um
er táknuð með V í orðunum SINV SVEFNHVSV (16.—17. 1.). Ending-
in -er er á einum stað, í orðinu RIETTLAT7. táknuð með hinu al-
genga skamstöfunarmerki fyrir þá endingu: 7 og 2 deplar neðan
undir. Þrjár skammstafanir koma fyrir: í 10. 1. ALLD (fyrir
ALLDVRS) í 8. 1., OCT (fyrir OCTOBRIS, ef. eftir latn. beygingu), og
ESA (fyrir ESAIAS) í síðustu línu.
Hljóðtáknanir eða merking stafanna er annars eins og venju-
lega í þeirra tíma áletrunum, sbr. Garðast. með isl. áletrunum (Árb.
1904 og 1906). Svo sem á Garðast. nr. 4, 11. 1. og Reykjavíkurst.
nr. 1, 6. 1. er orðið aldurs (8. 1.) hér með tveim 1-um, sem tákna
auðvitað langt og lint 1-hljóð (sbr. rithátt og framburð nafnsins
Halldór, — þótt þar standi nokkuð öðru vísi á að sömu leyti).
margir Baulu-legsteinar, en fyrir utan þá af þeim, sem eru með rúnum, eru þeir
flestir frá siðasta hluta 18. aldar; siðau fóru Húsafells-feðgar að gera legsteiua, á 19.
öldinni. Yfirleitt virðist það, hversu mikið eða litið hefir verið gert að því að
leggja legsteina á leiði manna i því og þvi héraði, hafa verið komið undir því hvort
nokkur var þar nærlendis, sem tókst á heniur að gera þá fyrir menn.